Grímur eru ekki lausn heldur hjálpartæki

Einn af misskilningnum varðandi grímur er að þær komi í veg fyrir smit. Það er enginn möguleiki að þær geri það en geta hins vegar, ef rétt er notað, dregið úr hættu á smiti. Þá kemur nefnilega vandamálið að nota grímurnar rétt. 

Fjölnota grímur ætti ekki að nota nema 1x og síðan þvo þær, annars missa þær marks. Á sama hátt með einnota grímu þá ætti að henda henni sé hún tekin niður en ekki sett aftur upp. Fyrir utan það þá á helst ekki að nota grímu lengur en 4 tíma í senn. Grímur eru hjálpartæki alveg eins og hanskar.

Í allri sóttvörn felst að hlutir séu einnota nema séu þrifnir á milli. Hver þrífur símann sinn jafnoft og hendur? Hve margir nota síma á almannafæri, leggja frá sér en telja það ekki vera snertiflöt? Hver þrífur sig um hendur í hvert sinn áður en borðað (líka nammi)?

Besta sóttvörnin er fjarlægð og að hitta eins fáa og mögulegt er. Það er fyrst í þessari viku að slík skilaboðum er komið áleiðis, að einhverju marki, í haust. Í framhaldi af því má spyrja um gagnsemi að nota viftu heima hjá sér til að koma hreyfingu á loftið. Hjálpar það í sóttvörnum? Við komumst í gegnum þetta í vor án gríma, afhverju ekki núna?

Það að hitta aðra og vera með grímu er engin trygging gagnvart smitum. Mín skilaboð eru: Jú notaðu grímu en vandaðu valið. Veldu frekar fjarlægðarmörk 2 metrar, en grímu sé hugmyndin að varna smiti.


mbl.is Aðgerðir hertar – tíu mega koma saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband