Hvernig á þá að borga rekstur borgarlínu?

Ef ekki má prófa sig áfram með að auka tíðni ferða strætó, hvernig á þá að vera hægt að réttlæta borgarlínu? Rekstur borgarlínu er margfalt dýrari en strætó svo varla er það svarið ef Reykjavíkurborg vill ekki leggja meiri pening í strætó eins og hann er.

Borgarlína er auðvitað algert fíaskó enda höfuðborgasvæðið ekki nægilega fjölmennt til að réttlæta annað en strætó. Svipað kerfi virkar nógu vel ef tíðnin er aukin og miðstöðin færð í Mjódd.

Burt með borgarlínubáknið!


mbl.is Ekki búið að auka tíðni Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Nú ætla ég mér ekki að dæma um þekkingu höfundar á verkefninu sem nefnt hefur verið Borgarlína.

Hitt veit ég að það samheiti yfir þróun og rekstur á nútíma samgöngukerfi fyrir öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Það er viss einföldun að halda að "auka tíðni" strætó sé svarið leysi öll vandamál þeirra sem vilja ferðst um í almenningssamgöngum, svo það verði meira pláss fyrir þá sem vilja nota sinn einkabíl.

En svo kannski skiptir það ekki aðila eins og höfund neinu máli að taka rökræðuna um þetta mál.

Menn og konur voru á móti símanum þegar ný lína var tekin inn til Seyðisfjarðar í byrjun síðustu aldar.

Það verða alltaf til menn og konur sem verða á móti símanum....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.11.2020 kl. 14:01

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Aukin tíðni er fyrsta skrefið til að vita hvort fólk vilji nota þetta. Forsendur fyrir stærra verkefni hlýtur að vera að notendur noti þjónustunnar, það kemur ekki að sjálfu sér með nýju kerfi.

Rúnar Már Bragason, 26.11.2020 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband