Hvenær var kosið um þetta í Kópavogi?

Fyrir síðustu kosningar var þagað frekar þunnu hljóði um borgarlínu í Kópavogi af öllum flokkum. Því hlýtur sú spurning að koma upp hvenær fengu Kópavogsbúar að segja álit sitt á þessum framkvæmdum?

Dellan í þessu er að rekstrarkostnaður á að þrefaldast en í dag veina sveitarfélög yfir rekstarkostnaði. Hver á að borga þennan mismun?

Engin leið er að sjá hvernig útfærslan á að vera á Borgarholtsbraut. Í dag ganga krakkar þar yfir í skóla. Hvernig á að útfæra umferð og borgarlínu þar í gegn án þess að taka af einhverjum. Á að taka lóðirnar af íbúum götunnar? Þessi gata er mjög þröng nú þegar og ekki sjáanlegt að breikka hana nema taka af bílastæði eða garða íbúa.

Fá þessar glærukynningar og hugmyndir mig til að sættast við þetta?

Nei alls ekki!


mbl.is Göturými munu „taka stakkaskiptum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var ekki heldur kosið um þessa vitleysu í Hafnarfirði og ég veit ekki um annað sveitarfélag utan Reykjavíkur, þannig að íbúar hafa ekkert um málið að segja........ undecided

Jóhann Elíasson, 5.2.2021 kl. 14:21

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Framganga borgarlínuframkvæmdanna ætti endanlega að sanna það fyrir fólki að stóru flokkarnir vinna ekki undir lýðræðislegu skipulagi. Allt þetta tal um lýðræði á ekki lengur við. Aldrei hefur verið nauðsynlegra að fram komi flokkur eða flokkar þar sem fyrir kosningar að minnsta kosti kæmi fram gagnrýni sem næði eyrum og skilningarvitum kjósenda. Það er ekki endalaust hægt að hafa kjósendur að fíflum með lygum fyrir kosningar en svo ólýðræðislegum stjórnarháttum á kjörtímabilinu.

Þetta virðist allt ákveðið bakvið tjöldin með hrossakaupum, sama hvaða flokkar komast til valda. "Við skulum samþykkja þetta ef þið samþykkið þetta". Er þetta svo kallað lýðræðið? 

Ingólfur Sigurðsson, 5.2.2021 kl. 16:13

3 identicon

Samkvæmt vefsíðu Borgarlínunnar verður Borgarholtsbraut breytt í sérrými, þ.e.a.s. báðar akreinar verða nýttar undir vagnana.

Ekki spyrja mig hvernig þeir ætla að fara að því. Hver veit, kannski breytist það.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 5.2.2021 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband