1.5.2021 | 01:13
Göngugötu í Skeifuna
Það á að hætta þessari vitleysu með Laugaveginn og búa til göngugötu í Skeifunni. Hana á hvort eð er að endurnýja og svæðið er í raun frekar miðlægt miðað við byggð í Reykjavík. Aðrar borgir hafa fært miðbæ sinn með góðum árangri. Ávinningurinn er mikill og skilar betri borg.
- Ef rétt er byggt þe. lág byggð í suðri eru sólardagar allan ársins hring.
- Það er skjól frá Laugardalnum sem þýðir að það er alltaf heitara þarna
- Gatnakerfið er opið að svæðinu og 3ja km radíus nær mest af vogunu, hlíðunum og alveg yfir í Kópavog.
- Það er stutt í útivistasvæði í Laugardal, Elliðárdal og Fossvoginn.
- Það er meira rými og því auðveldara að hanna með tilliti til verslunar, veitinga og útisetu.
Laugavegurinn er dauður og framtíðin liggur í hafnarsvæðinu út á Granda. Viðurkenning á því er fyrsta skrefið í að hanna Reykjavík fyrir alla Reykvíkinga, ekki bara fáa vestan Kringlunnar.
Eyþór: Groddaraleg aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.