Kolrangt viðhorf

Af hverju er það fyrir neðan virðingu einhvers að vinna tímabundið verkamannastarf eða afgreiðslustarf þrátt fyrir að hafa háskólamenntun?

Alveg ótrúlega fáránlegt viðhorf til menntunar og lífsins. Eins og það sé einhver ávísun á ákveðið starf að mennta sig og megi ekki vinna neitt annað, nema sé samboðið samvisku einstaklinga.

Sjálfur er ég háskólamenntaður en að halda að einhver vinna sé mér ekki samboðin hefur mér aldrei nokkru sinni dottið í hug.

Ekki einu sinni hroki getur útskýrt svona viðhorf.


mbl.is Fyrir neðan virðingu kennara að starfa í ísbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er sammála þér. Auk þess bætir maður sig í mannlegum samskiptum með því að vinna allskonar störf, lærir eitthvað nýtt og þarflegt. Ferilsskráin verður stærri, osfv.

Ingólfur Sigurðsson, 23.9.2021 kl. 18:56

2 identicon

Ósammála henni. Lýsir hennar eigin menntahroka. Ég sem kennari gæti alveg hugsað mér að vinna í ísbúð. Losna við andlegt álag sem fylgir starfinu. Losna við alla ,,pappírsvinnuna" sem fylgir starfinu. Auðvitað á fólk að taka vinnu standi því það til boða, burtséð frá menntun.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 19:42

3 identicon

Ætla ratarnir að banna menntafólki að vinna verkamannastörf og ýta undir stéttaskiptingu?  Hvað verður þá framhaldið, að aðeins þeir sem eru með réttar skoðanir fái vellaunuð störf?

Jóhannes Levy (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 20:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafandi fjárfest í menntun og mjög líklega skuldsett sig fyrir þeirri fjárfestingu, er bara eðlilegt að setja jafngildandi arðsemiskröfu á afrakstur hennar.

Annars væri ómögulegt að greiða upp námslánin. Nýleg lög um námslán gera einmitt sérstaklega ráð fyrir því að námsmenn eigi alltaf að geta greitt upp námslán sín.

Þegar lögjafinn þvingar slíkri arðsemiskröfu upp á háskólanám er það um leið orðin réttmæt krafa að sambærileg arðsemi skili sér á endanum. Annað er forsendubrestur.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2021 kl. 23:16

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

100% sammála, Rúnar. 

Þegar fólk fær peninga að láni á það að skila þeim. Ég er með háskólamenntum en tel enga vinnu fyrir neðan mína virðingu. Ég þríf klósett, ég reyti arfa, ég moka skít, og svo framvegis. Ég er ekkert of góður til þess. 

Hvers vegna ættu þeir sem vinna að ala fólk sem heldur að það sé eitthvað betra en aðrir og nennir ekkert að gera? Kannski þarf þetta fólk á endurmenntun að halda, varla eru þeir sem eru svona siðblindir færir um að kenna öðrum nokkurn hlut?

Hörður Þórðarson, 23.9.2021 kl. 23:55

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu er rétt að þegar fólk fái peninga að láni skili það þeim til baka, en til að geta það með vöxtum og verðbótum þarf fjárfestingin að skila samsvarandi arði til að ganga upp.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2021 kl. 00:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu vinna þingmenn Sjálfstæðisflokksins verkamannavinnu á sumrin eins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. cool

"Þingseta: Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013-2015, alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016."

"Sumarstarfsmaður hjá Malbikunarstöðinni Höfða 1997-2018." cool

Jón Þór Ólafsson - Alþingi

Þorsteinn Briem, 24.9.2021 kl. 00:58

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Guðmundur, ef við viljum jafnrétti að aðgengi að námi ætti ríkið ekki að greiða niður námslánin meira eða alveg? Eins og Ómar Geirsson bendir á í nýjum pistli er offramboð á háskólamenntuðu fólki á kostnað þeirra sem vinna ómenntaðri störf. Það er eins og þversagnir séu búnar að myndast í þessu.

 

Eitt sinn komust aðeins þeir í nám sem áttu ríka foreldra eða velgjörðarmenn, hauka í horni. Þetta kerfi sem þú lýsir um arðsemikröfu háskólanna er vítahringur verðbólgu og verðhjöðnunar hinna lægst launuðu. 

 

Er ekki sanngjarnt að taka bara upp gamla kerfið að þeir sem eiga nógu vel stæða foreldra komist í háskólanám? Ef of mikið er af háskólamenntuðu fólki þarf að ræða slíkt.

 

Lilja Alfreðsdóttir hefur talað um að efla verkmenntun. Það verður þá ekki gert nema setja þetta í samhengi við háskólanám.

 

Of lengi hafa menntaskólar og háskólar skapað óraunhæfar væntingar um að menntun skili arði. Þetta þekkja sjálfstæðir atvinnurekendur sem hafa gert það gott án langrar skólagöngu, en ekki öryrkjar og eldri borgarar.

 

En Guðmundur, ég fagna því að þetta sé rætt af hreinskilni, en ekki bara með óskiljanlegum fræðiheitum eins og oft í Silfrinu.

Ingólfur Sigurðsson, 24.9.2021 kl. 11:18

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Allar fjárfestingar fela í sér áhættu. Sama á við ef maður fjárfestir í menntun. Það er ekki öruggt að fjárfestingin borgi sig. Ef hún borgar sig ekki er hins vegar ekki hægt að ætlast til að aðrir greiði tapið.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.9.2021 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband