10.10.2021 | 23:45
Frítt en ekki frjálst.
Svo sem ekkert nýtt sem þessi kona er að færa fram, búið að vera í umræðunni sl. 2 ár. Nema hún kemur með sannanir sem auðvitað fyrirtækið afneitar.
Allt voða fyrirséð.
Helsti veikleiki Fésbókarinnar hefur alltaf verið að hafa frían aðgang. Sem þýðir að engu er hægt að stjórna. Því meira sem reynt er að stjórna þeim mun líklegra er að notendur leita annað og nóg annað er í boði. Eftir að þeir hófu ritskoðun, að minnir þegar Metoo stóð sem hæst, þá hefur leiðin þrengst og legið nður á við.
Setja má upp helstu fyrirtækin svona:
Facebook - fyrir gamla fólkið (í hugum unga fólksins 40 ára og eldri)
Instagram - Alls enginn raunveruleiki
Twitter - Dómarar götunnar sem halda að aðrir deili skoðunum þeirra eða séu meðhlægjendur
Snapchat/Tik Tok - Áminningum hvað hversdagleikinn er leiðinlegur
Google - Njósnari alheimsins
Það er hægt að hagnýta sér þessa hluti en þú ert varan og borgar á einn eða annan hátt. Hafðu það í huga.
Sakar Facebook um að velja hagnað fram yfir öryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðgangurinn er ekki ókeypis. Það ert þú sem ert söluvaran.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2021 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.