Ræður aukið byggingarmagn í Mosfellsbæ frekar við það?

Hvers lags eindæmis bull kemur frá þessu manni þegar kemur að umferðamálum. Það má ekki byggja í Keldnalandi af því að umferðin ræður ekki við það. Hvernig væri þá að skipuleggja umferðamannvirki svo það gangi upp. Hvað með aukna byggð á Akranesi og í Mosfellsbæ. Hvernig ræður umferðin við það?

Að þráhyggjast í því að borgarlína reddi einhverju í því máli er einungis verið að fara undan í flæmingi.

Í Reykjavíkurborg á ekki að vinna út frá lausnum heldur kreddum! Sem betur fer þarf ég sjaldan að fara vestan Kringlumýrabrautar.


mbl.is Miklabraut ráði ekki við byggð í Keldnalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.9.2021:
 
Þétting út frá miðkjarna borgarinnar hagstæðust 

Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um heila Akureyri síðastliðna tvo áratugi og væntanlega hafa þeir sjálfir valið að búa í Reykjavík. cool

Með lögheimili í Reykjavík:

Árið 2001: 111.544,

árið 2021: 133.262.

Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 21.718 síðastliðna tvo áratugi, eða 19,5%, um þrisvar sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Akranesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.219 um síðustu áramót. cool

Þar að auki starfa þúsundir manna í Reykjavík sem ekki búa þar, til að mynda Seltirningar, enda er nánast engin atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi.

Og nú gapir flautaþyrillinn og jólasveinninn Ómar Ragnarsson um "flótta frá Reykjavík". cool

Karluglan er yfirleitt á móti því að byggt sé í Reykjavík, nema þá "úti í sveit". Ekkert megi til að mynda byggja á Vatnsmýrarsvæðinu vegna þess að þar eigi að vera flugvöllur og alls ekki megi stækka Landspítalann við Hringbraut.

Og karlinn vill að Þjóðleikhúsið sé í Ártúnsholtinu, sem hann heldur að sé miðbærinn í Reykjavík. Hann er því að mörgu leyti öfgahægrikarl. cool

Á Vatnsmýrarsvæðinu verða um 740 íbúðir á Hlíðarenda og um 700 íbúðir í Nýja Skerjafirði, samtals um 1.440 íbúðir.

Og þessar íbúðir verða nálægt stærstu vinnustöðum landsins. Landspítalinn er með um fimm þúsund starfsmenn, Háskóli Íslands með um sextán þúsund nemendur og kennara og Háskólinn í Reykjavík um fjögur þúsund nemendur og kennara, samtals um 25 þúsund manns. cool

Verið er að byggja íbúðir fyrir mörg hundruð nemendur Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á Vatnsmýrarsvæðinu og þar er verið að reisa Vísindagarða.

Um 300 íbúðir verða á Héðinsreit, rétt hjá matvöruverslunum á Granda, til að mynda Bónus, en ekki var pláss fyrir þá verslun á Seltjarnarnesi. cool

Verið er að reisa eða nýbúið að byggja um 360 íbúðir við Útvarpshúsið í Efstaleiti, um 100 á Höfðatorgi, um 300 á Kirkjusandi og um 1.500 íbúðir í Vogabyggð.

16.11.2018:

"Gef­in hafa verið út bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir 1.344 íbúðir í borg­inni á fyrstu tíu mánuðum árs­ins og árið er orðið metár í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík." cool

"Fram­kvæmd­ir á nýj­um íbúðum eru hafn­ar á 32 bygg­ing­ar­svæðum í Reykja­vík, þar sem má byggja alls 4.828 íbúðir."

Metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík - Um fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi í borginni

4.10.2021:


""Í fyrra voru tekn­ar í notk­un 1.572 nýj­ar íbúðir í Reykja­vík. Það var met.

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru þær orðnar 1.422. Það stefn­ir því í annað met. cool

Og verið er að byggja tvö þúsund íbúðir í þess­um töluðu orðum," segir Pawel Bartoszek formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar." cool

4.809 íbúðir eru á framkvæmdastigi í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 18.10.2021 kl. 16:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík, Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, fengu um 60% þingmanna Reykjavíkur í alþingiskosningunum í september síðastliðnum, 13 af 22. cool

mbl.is 6.10.2021:

"Tóm­as Már [Sig­urðsson for­stjóri HS Orku] seg­ir aðspurður að eld­gosið í Geld­inga­döl­um hafi komið upp á besta stað fyr­ir HS Orku.

Hugs­an­legt sé að þar verði jarðhita­svæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orku­lind í tím­ans rás."

Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum, og reisa ný hús fyrir tugmilljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum. cool

En alls ekki má leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn. cool

Þorsteinn Briem, 18.10.2021 kl. 16:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig væri að þá byggja bara upp meira atvinnulíf í Mosfellsbæ og öðrum nærsveitarfélögum Reykjavíkur, svo íbúar þessara svefnbæja geti fengið sér vinnu í heimabyggð og hætt að skapa álag á löngu sprungið gatnakerfi sveitarfélags sem þeir búa ekki í og greiða ekkert útsvar til? Það er ekkert lögmál að allir á suðvesturhorninu þurfi að sækja vinnu í lægsta póstnúmerinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2021 kl. 16:53

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Góður punktur Guðmundur. Með að dreifa atvinnutækifærunum betur þá dreifist umferð betur. Held allir nái því nema meirihlutinn í Reykjavík.

Rúnar Már Bragason, 18.10.2021 kl. 17:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held reyndar að það séu sveitarstjórnir nágrannasveitarfélaganna sem bera ábyrgð á því að ekki sé næga vinnu að hafa innan bæjarmarka fyrir íbúa þeirra.

Borgarstjórn Reykjavíkur getur engu breytt um það enda ná völd hennar ekki út fyrir borgarmörkin.

Ef allir í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði sæktu vinnu í sínum heimabæ, þá væri aldrei nein umferðarteppa á Kringlumýrarbrautinni á morgnana.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2021 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband