Stopp menning

Þegar farið er yfir þessi tæp 2 ár sem covid-19 hefur verið allsráðandi þá sést vel samlíkingin við stopp menningu (cancel culture).

Stopp hefur hefur alltaf verið til staðar því í grunninn fellst hún í að upphefja eitthvað á kostnað annars, eða ein leið sé rétt en öðrum leiðum hafnað. Í gegnum tíðina hafa ákvenir aðilar náð upplýstu valdi og þannig fengið aðra með sér. Nú er hins vegar öldin önnur og í þetta sinn eru það sérfræðingarnir sem ráða för.

Sérfræðivaldið er í grunninn stopp menning sbr. hugmyndir um að varna klámnotkun barna með að nota rafræn skilríki. Þarna er verið að stoppa menningu af sérfræðingum. Einhverjir hoppa á vagninn og er með en hinir fáu sem andmæla er ekki hlustað á, því í raun er verið að stýra netnotkun með þessari hugmyd. Sögulega séð þá þýðir það að fundið er upp nýtt til að stoppa og þar fram eftir götunum.

Stopp menning sóttvarnaryfirvalda felst í ofurtrú á bóluefni og engar aðrar leiðir séu færar. Það gengur meira segja svo langt að upphefja bólusetta á kostnað hinna þe. útiloka á kostnað einhvers. Aðalinntak stopp menningar er stjórnun og það hefur ekkert með samsæriskenningar að gera. Ssérfræðingurinn sér ekki að sér og biðst þaðan af síður afsökunar á rangri leið því aðalinntak sérfræðingsins er að hafa stórnina.

Það merkilega við stopp menningu er að það fjara undan henni, á mislöngum tíma þó. Frægar stopp menningar eru rússenska byltingin, menningarbyltingin í Kína, ISIS, MeToo og síðast ritskoðun samfélagsmiðla (kosningar í USA, Covid-19 o.fl.). Frægasta andsvarið er líklegast pönkið enda hugmyndin að vera á móti ríkjandi samfélagi. Andsvarið bærir líka á sér og t.d. neitaði kvikmyndahús í Wales að fylgja eftir covidpassa (og átti von á lokun). Með hverri reglu mun andstaðan aukast þangað til fjarar undan stopp menningunni.

Stopp menningu smitlækna á Íslandi mun líða undir lok en það er ekki vegna bóluefna, bólusetja börnin, covidpassa, lokanna eða slíks. Heldur vegna þess að fólk fær nóg eða sem raunsærra er, veiran veikist og það fjarar undnan henni.

Hversu langan tíma það tekur leiðir tíminn í ljós.


mbl.is Bóluefnasending fyrir yngri börn á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"varna klámnotkun barna með að nota rafræn skilríki"

Sem kerfisfræðingur get ég ekki með nokkru móti séð fyrir mér hvernig þetta ætti að vera hægt. Hugmyndin hlýtur að byggjast á grundvallar misskilningi á eiginleikum internetsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2021 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband