6.12.2021 | 14:54
Taka þarf umræðuna um embættismenn
Af hverju eiga embættismenn að leggja til svona tillögur? Eins og hann segir síðar þá er þetta siðferðilegt og pólitískt mál sem embættismenn eiga ekki að leggja til í nafni embættis.
Við eigum miklu frekar að taka umræðuna um af hverju embættismenn taka sér svona mikil völd í þjóðfélaginu. Það er ekki þeirra vettvangur heldur að þjóna þjóðafélagsþegnum. Það sem Þórólfur er að leggja til er ekki að þjóna þegnum landsins, skömm sé honum.
Að nota tölfræði út frá smitum þar sem í dag eru flestir í yngri kantinum er fölsk nálgun og áróður.
Ljótur verður sá dagur þegar Ísland tekur upp fasíska hætti.
Taka þurfi umræðu um mismunandi takmarkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rúnar, þú vilt sem sagt meina að það sé fasískt að skikka fólk í bílpróf vilji það stjórna ökutæki ? Það eru þá væntanlega líka fasískir hættir hjá fyrirtækjum að setja hjálmaskyldu sem skilyrði fyrir aðgang að vinnusvæðum ? Sumir eru að verða býsna líkir Austantjöldunum þegar Berlínarmúrinn féll en frelsið varð þeim mörgum hverjum ofviða.
Örn Gunnlaugsson, 6.12.2021 kl. 16:30
Þessar samlíkingar þínar eru frekar furðulegar því þú hefur val um annað. Þórólfur sagði eftir 3ju sprautu ættu að fá sérpassa. Sem sagt þú hefur val um takmarkað frelsi eða láta sprauta þig 3ju sprautu - það er fasísk hugsun því í því felst ekkert raunhæft val.
Ég spyr á móti: Finnst þér bóluefnapassinn í Evrópu hafa heppnast vel? Hvert landið á fætur öðru er með met í smitum. Hvað ætlar Þórólfur að segja ef slíkt gerðist eftir 3ju sprautu hér?
Rúnar Már Bragason, 6.12.2021 kl. 17:08
Þú hefur líka val um að þiggja bólusetningu og þurfa þá ekki að búa við þær takmarkanir sem óbólusettir þurfa að búa við. Á sama hátt og þú neitar að setja á þig hjálm og fá ekki inngöngu. Annars ætti bara að aflétta öllum takmörkunum, leyfa bara þverhausunum að drepast finnist þeim það betra en að þiggja bestu mögulegu vörn sem í boði er.
Örn Gunnlaugsson, 6.12.2021 kl. 18:23
Örn.
Sá reginmunur er á að bílprófs- og hjálmaskylda gilda jafnt fyrir alla og fela ekki í sér ólögmæta mismunun á grundvelli viðkvæmra persónuupplýsinga sem má ekki nota án frjáls samþykkis.
Veira getur hvorki afnumið stjórnarskrá né persónuverndarlöggjöf.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2021 kl. 20:10
Megin ástæðan fyir því að ekki er siðferðilega rétt og beinlínis brot á mannréttinum að skikka óbólusetta í Covid-sprautu er sú að tíðni alvarlegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar er veruleg.
Niðurstöður virtra rannskókna staðfesta að eftir því sem fólk er yngra þeim mun meiri eru líkurnar á því að veikjast alvarlega af að þiggja prautuna heldur en að hafna henni. Þetta á ekki síst við um börn sem eru nánast ekki í neinni hættu að veikjast af Covid hvað þá alvarlega. Hins vegar er það nánast óumdeilt að þau eru í meiri hættu að veikjast alvarlega í kjölfar bólusetningar gegn Covid og það jafnvel margfalt meiri hættu.
Í stuttu máli þá er fráleitt að skikka óbólusetta með valdboði í bólusetningu gegn Covid þar sem áhættan ér veruleg að veikjast alvarlega eða jafn vel deyja. Hinn skuggalega mikli fjöldi ilkynninga til Lyfjastofnunar um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bóluetninga er ógnvekjandi.
Þú skautar yfir þá staðreynd Örn að þeir óbólusttu eiga líka á hættu að drepast vegna bólusteningar þessara tilraunabóluefna, er þú segir eftirfarnandi:
leyfa bara þverhausunum að drepast finnist þeim það betra en að þiggja bestu mögulegu vörn sem í boði er.
Dæmin sem þú nefnir eru ekki samanburðarhæf varðandi frjálst val (og/eða fasíska hugsun). Það að skylda fólk ril að nota hjálma er ekki hægt að hafna á þeirri forsendu að það sé hættlegt að nota hjálm sem slíkan. Eða að sama skapi er ekki hægt að hafna bílprófi á þeirri forsenu að í bílprófinu felist hætta sem slíku. Hins vegar gegnir allt öðru máli með það að skylda fólk í Covid-sprautur enda hægt að hafna henni með rökun á þeirri forsendu að bólufnið sem slíkt sé síður en svo áhættullaust, eins og rakið er hér að framan.
Fyrir yngra fólk, að ég tali nú ekki um börn (og foreldra þeirra), þá finnst mér eftirfarandi yfirlýsing Kára í byrjun sprautu-herfarðarinnar hljóma býsna hjáróma:
Í guðanna bænum þiggið björgunina.
Þetta ákall hefur hann svo endurtekið nokkuð reglulega en þó með breytilegu orðavali. Kára til vorkunar þá var ekki komin þessi vægast sagt dapurlega reynsla af þessum tilraunabóluefnum sem nú hefur komið á daginn. Síðasta ákallið er náttúrlega ekki boðlegt:
Ég kalla það drullusokkshátt að láta ekki bólusetja sig.
En það er önnur saga.
Daníel Sigurðsson, 6.12.2021 kl. 20:54
Það er eins og ég segi þeir eiga eftir að bjóða upp á bólusetningu við bílslysum og þá verður kátt í höllinni.
Magnús Sigurðsson, 6.12.2021 kl. 20:58
Kannski verður bara gasað í höllinni þegar búið er að sprauta þá sem vilja.
Ökuskírteini er skilyrði fyrir því að aka bíl.
Hjálmaskylda er til að fá aðgang að ákveðnum svæðum.
Bólusetning getur eins verið skilyrði til að hafa aðgang að ákveðnum svæðum en slíkt þarf þá að leiða í lög.
En boðskaður minn í bloggi mínu virðist alveg hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Afléttum bara öllu og svo velur hver fyrir sig hvernig hann telur sig best varinn, ábyrg hegðun eða bólusetning eða hvoru tveggja. Svo á það bara hver við sig hvort hann tók rétta ákvörðun. Það getur amk ekki talist ásættanlegt að þeir sem ekkert vilja verja sig hafi heimild til að hefta frelsi hinna.
Örn Gunnlaugsson, 6.12.2021 kl. 22:01
Þín orð Örn:
Það getur amk ekki talist ásættanlegt að þeir sem ekkert vilja verja sig hafi heimild til að hefta frelsi hinna.
Bólusetningapassi gengur út á nkl það sama að hefta frelsi hinna en á öðrum forsendum.
Hins vegar getur það aldrei talist réttlætanlegt að hefta frelsi þeirra sem eru óhræddir vegna hræðslu hinna. Þú telur þig vel varinn. Við hvað ertu þá svona hræddur þótt aðrir fylgi ekki þinni leið?
Rúnar Már Bragason, 6.12.2021 kl. 22:13
Já, samlíkingin við bílpróf er fáránleg. Bílpróf rústar ekki DNA-stýrikerfi líkamans. Ég skil ekki þessa afstöðu Þórólfs, ef þrí-, fjór- eða fimmbólusettir geta smitað jafnmikið og óbólusettir. Á þá að taka réttinn af óbólusettum að smita, en ekki af bólusettum?
Rétt Rúnar, af hverju er þessi 80% bólusetti meirihluti svo hræddir við 10 - 20% óbólusetta minnihlutann? Að þeir smitist af þeim síðarnefndu? Treysta þeir kannski ekki tilraunalyfjunum sem eru að sulla í DNA-inu þeirra? Ættu 80 prósentin ekki alveg eins að vera hrædd við að smita hverjir aðra?
Theódór Norðkvist, 7.12.2021 kl. 09:43
Lesið nú inntak minna athugasemda og hættið útúrsnúningum nema þið hafið sérlega gaman af því. Ég er ekki hræddur við óbólusetta. Ég tem mér hegðun sem ég tel líklega til að ég smitist ekki. Ég vil ekki þurfa að búa við takarkanir til að verja sérstaklega þá sem ekki þiggja þá vörn sem í boði er. Ég vil bara aflétta öllu enda virðist þetta ekki drepa marga núorðið, ekki miðað við ýmislegt annað sem leggur fólk í valinn. Bólusettir sem og óbólusettir drepast víst alveg úr þessu sem og öðru og að endingu drepumst við öll. Það lifir víst enginn lífið af.
Örn Gunnlaugsson, 7.12.2021 kl. 17:40
Það var ekkert endilega verið að tala um þig, heldur frekar alla bólusetta (*) sem krefjast stofufangelsis yfir óbólusettum (*) jafnframt þess að fá að valsa um allar grundir óhindrað sjálfir. Þetta er einfaldlega umræðan úti í þjóðfélaginu.
Verið er að benda á rök gegn þessu eins og að bólusettir smiti ekkert minna en aðrir. Þeim rökum er sjaldan svarað. Reyndar segir Þórólfur að þeir smiti minna, en ég á bágt með að trúa því. Ef svo væri, af hverju er þá þessi faraldur að geysa jafnvel af meiri krafti núna en í byrjun plágunnar?
Ef bólusettir smita minna, þá ætti smittíðnin að hafa farið umtalsvert niður þegar næstum 9 af hverjum tíu eru "bólusettir", miðað við fyrir einu og hálfu ári síðan þegar enginn var bólusettur og minni takmarkanir á ferðafrelsi í gangi.
(*) Vil taka fram að ég er einn af þeim sem tel engan veginn rétt að kalla þetta bólusetningu því þessi svokölluðu bóluefni eru ekki bóluefni í hefðbundnum skilningi þess hugtaks.
Þetta eru erfðabreytandi lyf sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í þeim sprautuðu og afkomendum þeirra í margar kynslóðir. Til að einfalda umræðuna kalla ég þetta með semingi bólusetningu, þó réttara væri að tala um tilraunalyf.
Theódór Norðkvist, 7.12.2021 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.