Eru aðgerðir eitthvað að virka?

Í dag sagði Þórólfur að faraldurinn gæti verið á uppleið (sagði öfugt fyrir 4 dögum). Þú mátt ekki hreyfa þig á sýningum en hafa smit verið rakin þangað? Þurfa ekki allir að fara í hraðpróf fyrir sýningar með fleiri en 50 manns?

Þessar blessuðu aðgerðir sóttvarnaryfirvalda virðiast lítið vera að virka. Í stað þess að viðurkenna vanmátt sinn hversu illa gengur þá skal frekar hert á öllum aðgerðum. Hvernig stendur á því að þríbólusettir eru þegar komnir með 60 á hverja 100 þús í smit. Átti þetta ekki að vera vörnin til að koma á hjarðónæmi?

Það stendur ekki steinn yfir steini á þessum aðgerðum því það vantar aðrar aðferðir til að vinna með. Þessi einstrengislega tilraun í 2 ár segir okkur að strútseinkennin eru til staðar. Með því að nota sömu aðferð aftur og aftur þá kemstu ekki að nýrri niðurstöðu.

Kominn tími á nýjar nálganir.


mbl.is Vilja koma í veg fyrir hreyfingu og samgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband