11.12.2021 | 11:57
Að vera í formi en veikjast samt illa
Í faraldrinum sl. 2 ár hafa oft komið upp sögur um fólk sem hefur verið í formi en veikst samt illa. Það að vera í formi er huglægt mat. Eitt sinn taldi ég mig í góðu formi en komst svo að því að ég var í raun í mjög lélegu formi. Í dag er ég í betra formi.
Að vera í formi er ekki bara líkamlegt, það er andlega hliðlin þarf líka að vera í lagi. Þótt maður hreyfi sig, t.d. 3x í viku í ræktinni, þá setur það þig ekki endilega í gott form. Gott form er alhliða hreyfing oft á dag þe. þú getur tekið á í ræktinni en þarft jafnframt að taka göngutúr eða gera aðrar æfingar.
Nýlega var sagt frá því að Manchester United hefði ráðið sálfræðing m.a. til að efla ákvörðunartöku í leikjum. Margur fréttasnápnum fannst það frekar skrýtið en ég segi frekar af hverju var það ekki gert fyrir langa löngu. Jafnævgi líkamlegs og andlegrar heilsu skiptir miklu máli. Þegar stíft er æft er ekki nóg að mæta æfingar og gera svo ekkert eftir það. Þá er aðilinn ekki í formi.
Morgunblaðið virðist líka vera detta úr formi en þeir tala um í dag forréttindi handa þeim sem eru þríbólusettir. Vitna í tölfræði sem líkt og bólusetningapassinn er unnin út frá of takmörkuðu mengi og furðulegum forsendum. Forréttindi er bara hin hliðin á útilokun. Morgunblaðið hefur samt verið skást af íslenskum fjölmiðlum að halda sér í formi í faraldrinum en á móti er mbl.is frekar slakt. Það er eins og ritstýring hverfi á kvöldin og nóttunni. Visir.is er enn verra og Pressan sú allra slakasta. Ríkisfjölmiðilin þarf varla að hafa orð um enda rétt fyrir ofan Pressuna.
Fjölmiðlar í formi er einmitt jafnvægi milli hlutdrægni og hlutleysis, svokallað hlutlægni. Því miður fer lítið fyrir því í þessum faraldri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.