Bóluefnapassinn risastór mistök

Að neyða fólk í bólusetningu er bara fasismi og ætti ekki að líðast. Gott hjá Austurríkismönnum að mótmæla. Í raun eru samt þessi vandræði núna í Evrópu mikið bóluefnapassa að kenna. Það var ekki komin nóg reynsla af bóluefnunum og því fáránlegt að leyfa sumum að valsa um eins og ekkert sé.

Niðurstaðan var að þeir sem eru á móti herðast í sinni skoðun og það með réttu því smitum fækkar ekkert með bóluefnum. Hins vegar virðist fólk veikjast minna en er það kannski vegna þess að veiran sé að veikjast hvort eð er. Um það má alrei ræða.

Ofurtrú á bóluefni er röng nálgun og því miður tekur Morgunblaðið undir mismunun með að þríbólusettir eigi að fá forréttndi. Fá það út frá mjög vafasamri tölfræði sem má segja að var unnin á svipaðan hátt og þegar bóluefnapassinn var ákveðin. Of fljótt og lítil reynsla komin á hvort að virki nógu vel.


mbl.is Tugþúsundir mótmæla skyldubólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Vill fá að getað farið ferða minna óáreittur án þess að einhverjir pestargemlingjar ( óbólusettir ) séu að þvælast i kringum mann.

Björn Jónsson, 11.12.2021 kl. 20:50

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Flestir óbólusettra eru börn þannig forðusta að umgangast þau. Auk þess er bara helmingur smitaðra óbólusettur svo þú ert ekkert betur settur innan um bólusetta.

Önnur umræða er hversu miklar líkur eru á það þú smitist yfir höfuð.

Rúnar Már Bragason, 11.12.2021 kl. 22:21

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Leiðari Morgunblaðsins í dag var mjög slæmur. Það er örugglega ekki Davíð sem hefur skrifað hann og ég held að Haraldur sé einnig nógu skynsamur til að átta sig á þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2021 kl. 23:13

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Rúnar,

Svarið frá Birni hér að ofan er svo dæmigert fyrir veiruhrædda fólkið sem er líklegast búið að fara í allar sprauturnar og trúir hverju einasta orði frá Þórólfi og Kára.

Það hefur ekki hugmynd um hvað í rauninni liggur að baki þessum pössum, og að það hafi hreint ekkert með heilsu að gera!

Kristín Inga Þormar, 12.12.2021 kl. 13:58

5 Smámynd: Egill Vondi

Ég vil geta farið ferða minna óáreittur án þess að einhverjir fasistar eru að sprauta í mig óþverra.

Enginn er að áreyta Björn Jónsson her að ofan, hann getur farið þangað sem hann vill.

Egill Vondi, 13.12.2021 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband