13.12.2021 | 19:04
Covid vitleysa á RÚV
Það er alveg með ólíkindum að lesa af vefsíðu RÚV: "Svo gæti farið að smitin verði níutíu til þrjú hundruð þúsund á sólarhring á næstunni verði ekki hert á sóttvörnum."
Það á sem sagt skv svarsýnustu spá að smita alla Norðmenn á 15 - 55 dögum.
Oft hefur verið talað um kóvida en ég held að þetta toppi allt sem ég hef lesið um covid sl 2 ár. Nú eru það ekki lengur besserwissarnir sem toppa tilveruna heldur blaðamenn sem vitna í spálíkön eða sérfræðinga.
Hringvísindi kallaði Geir Ágússton þetta. Veit ekki hvað má kalla þetta spálíkan, kannski hringaþvæla væri gott orð.
Svo erum við svo heppin að sjúklingum fækkar á spítalanum en væri glapræði að létta á reglum. Þórólfur hefur talað en ekki leiðrétt vitleysu í sér um að færri fara á sjúkrahús en áður, þetta er bara heppni.
Við verðum sem sagt heppin þegar covid hverfur snögglega á næsta ári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.