Hin sjúka tölfræði covid-19

Það er vel hægt að vera sammála honum að erfitt sé að yfirfæra rannsókn frá Afríku yfir til Evrópu því hver rannsókn hefur sína kosti og galla. Hins vegar getur það gefið vísbendingu um að líklegt sé þetta vægara afbrigði.

Snúum okkur að tölfræðinni sem er hefur sýkt okkur all illilega síðustu 2 ár. Covid-19 sjúkdómurinn hefur lent illa á sumum en tölfræði hefur lent illa á okkur öllum. Því yfirvöld hafa notað tölfræði í vörnum sínum við veiruna sem hefur gert vont miklu verra.

Smá söguskoðun fyrst. Í mannfræði upp úr miðri öldinni var algengt að nota tölfræði við allskonar rannsóknir. Frægt er hér á landi þegar Níels Einarsson mældi höfuðkúpu, nef og fl. á mörgum Íslendinginum. Þetta var vinsælt að gera allt fram á áttunda áratuginn. Niðurstaðan var engin og að öll þessi tölfræði skilaði engu betri nálgun á félagshlið samfélaga. Sem sagt upplýsingar sem í besta falli eru gagnslausar upplýsingar.

Það sama má segja um tölfræði í Covid-19 dæminu. Hér á landi var fyrsta nálgun að ná niður kúrfu og fá betri skilning. Þetta gekk vel og þau fengu fálkaorðu fyrir. Í næstu bylgju var farið eftir tölfræði og verið gert síðan. Árangurinn arfaslakur og síendurteknar bylgjur.

Covid-19 er hegðunarsjúkdómur sem smitast við snertismit. Tölfræði hefur því lítinn tilgang í að skýra fyrir fólki hvernig best sé að hegða sér. Sé horft til tölfærði þá virka grímur alls ekki. Það hefur sýnt sig endurtekið með samanburði við svæði þar sem grímur hafa ekki verið í almennri notkun.

Þetta er nefnilega grunnurinn að tölfræði. Hún góð í samanburði við eitthvað annað og þá á einhverju tímabili. Tölfræði nýtist ekki sem spádómur. Hún getur út frá reynslu gefið innsýn í hvað geti gerst út frá gögnum yfir tímabil. Málið er að tölfræði er ekki hægt að yfirfæra á annað tímabil eins og reynt er að gera hér á landi. Sem dæmi þá staðhæfði Þórólfur að 2% tilfella lendi á spítala. Það átti við síðasta sumar en á ekki lengur við. Samt staðhæfir hann þetta áfram sem er rangt.

Leiðin út er að undirstrika hvernig félagsleg hegðun dregur úr smitum. Það helsta er að þrífa hendur áður en andlit er snert eða eitthvað borðað, í hvert sinn. Fjarlægð er ekki vísindalega sönnuð sem leið og á helst við sé fólk hóstandi. Grímur hafa ekkert að segja svo best er að sleppa þeim og draga að sér nóg súrefni.

Enda þennan pistil á spá minni að Covid-19 hverfur allt í einu um mitt næsta ár.


mbl.is Erfitt að yfirfæra rannsókn í S-Afríku á Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Tölfræðin segir okkur að það er enginn drápsfaralur í gangi í heiminum.

Skráð dauðsföll í heiminum vegna Covit19 er 0,068% af fjölda mannkyns. 

Á Íslandi eru skráð dauðsföll vegna Covid 19 sl. 2 ár er 0,0098% af þjóðarfjölda

Eggert Guðmundsson, 15.12.2021 kl. 19:10

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þetta er einmitt vandinn við tölfræðina að þú finnur það sem þú vilt finna. Í dag voru 99,96% íslenindinga sem ekki smituðust og já faraldurinn er blásinn upp af smitum, ásamt ímyndaðir hættu á dauða (fyrir langflesta).

Því miður sagði Willum að hann horfði í ný smit. Það vekur ugg um að festa sig við tölfræði sem Þórólfur fer eftir.

Leiðin út er að sleppa takinu af tölfræði.

Rúnar Már Bragason, 15.12.2021 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband