19.12.2021 | 20:54
Nú er gamla grýla dauð
... og gafst hún upp á jólunum.
Það er hressandi að heyra góðar óttasögur og þeim mun meira krassandi því meira ólgar blóðið. Veit ekki alveg hvað hann er að fara með þessari spá þar sem eina vörnin á að vera bólusetning. Því miður smitast bólusettir líka svo hvernig getur það verið svarið?
Látið börnin í friði, það er ekki svarið.
Það eru til lyf sem virka fyrir þá sem þurfa, ef vilji er til að nota þau.
Það eru búnar að vera takmarkanir í 6 vikur en samt á allt að fara á versta veg. Til hvers eru þá takmarkanir?
Hrós til Þórólfs að leiðrétta tölur og segja rétt frá en með svona stressað fólk í kringum sig þá er erfitt annað en að smitast.
Mæla með jóga eða einhverju álíka til að róa taugarnar. Skoða hlutina eftir öðrum leiðum en bólusetningu og hætta sjá það allra versta gerast.
Lífið heldur áfram.
Megum búast við 600 smitum á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gamla grýlan er dauð og ný komin í hennar stað. Óttaboðskapurinn á að vera hvatning fyrir hina margsprautuðu til að fara í enn fleiri sprautur.
Ég get ekki tekið undir með þér að jóga sé lausnin, heldur trúin á hinn sanna Guð sem er skapari okkar. Orð Hans segir okkur að með því að vera í samfélagi við Hann (Jesú Krist) þá munum við eignast frið, frið sem er æðri öllum skilningi. Í Davíðsálmi 139 segir að við þurfum ekki að óttast ógnir næturinnar, örina sem flýgur um daga, drepsóttina sem reikar um í dimmunni eða sýkina sem geisar um hádegið.
Ef við lítum í kringum okkur þá sjáum við að engin farsótt er á ferðinni, því þá væru þúsundir Íslendinga nú þegar dánir úr henni, en nú eru það rúm þrjátíu sem sagðir eru dánir úr kóvid. Í venjulegu árferði þegar pestir ganga þá deyja alltaf einhverjir, stundum fleiri og stundum færri, allt eftir því hversu skæð pestin er.
Nú kemur Már læknir og spáir fjölda smita, en hversu margir verða veikir??? það eru ekki margir alla vega ekki alvarlega. Það sem ég sé hins vegar er að lokað verði fyrir jólaguðsþjónustur í kirkjum landsins og takmarkanir á því hversu margir mega koma saman yfir hátíðarnar. Þetta þóttist ég sjá fyrir þegar Þórólfur af góðmennsku sinni létti á takmörkunum í nóvember lok.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.12.2021 kl. 21:30
Ég sagði jóga eða eitthvað álíka. Hugsunin var fyrst og fremst eitthvað sem róar taugarnar hjá þeim og trúarbrögð geta gert það vissulega.
Þessi endalausi sprautuáróður þeirra er að virka öfugt á þá sem hafa ekki enn farið í örvunarsprautu. Fólk heyrir auðvitað sögur um hversu veikt fólk varð af þessu og miðar út frá því. Margir óbólusettir sem smitast en eru lítið veikir, auðvitað má ekki tala um þá.
Tjöldin falla bráðum á þessu bólusetningaleikriti.
Rúnar Már Bragason, 19.12.2021 kl. 22:50
Ég vona að þessi endalausi sprautuáróður á þá sem eru ekki enn búin að fá sér búst muni ekki ganga upp.
Ég hef heyrt í kringum mig að sprautað fólk vilji ekki fleiri sprautur, og vona innilega að það sé satt og rétt.
Kristín Inga Þormar, 19.12.2021 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.