Vel mælt

Það er gaman að lesa efni þar sem Arnar setur frá sér. Hann setur alltaf fram rök fyrir máli sínu og þá skiptir ekki máli hvort sért sammála honum eða ekki.

Í þessu tilviki er ég honum sammála og sagði reyndar síðustu jól að Þórólfur ætti að hætta. Rökin voru að það gengur ekki upp að vinna eftir krísustjórn svona lengi en hann hefur haldið því áfram út þetta ár.

Því miður eru fáir stjórnmálamenn sem færa almennileg rök fyrir máli sínu og t.d. Píratar hafa notað möntruna "að vel íhuguðu máli" sem segir nákvæmlega ekkert. Færðu rök fyrir málstað þínum og þá eru meiri líkur að hægt sé að taka afstöðu.

Hressilegur gustur með Arnari og vonandi fáum við fleira svona fólk í pólitíkinni hvar sem þeir standa á litrófinu.


mbl.is Finnst að Þórólfur eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei skilið þessi rök gegn Þórólfi.

Hanns starf sem stóttvarnarlæknir er að mæla með þeim aðgerðum sem eru bestar út frá lýðheilsu. Alveg eins og allra annara lækna. Læknar verða að segja að það sé best að hætta að reykja til dæmis. Það er svo ákvörðun ríkisins að selja sígarettur. Hér er eins. Hanns skylda er að segja hvað sé best út frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Það er beinlínis starfslýsingin hanns. Það er svo stjórnvalda að ákvarða hversu mikils virði líf fólks er til samanburðar við kostnað. Ekki skemmtilegt reiknidæmi til að setja upp en eitt sem ríkið þarf að setja upp daglega. Til dæmis til að reikna virði lífs vs. kostnað við vegaframkvæmdir og hvort það borgi sig. Endanlega ákvörðun er ríkisins og þau bera ábyrgðina.

Arnar veit þetta vel og hann veit hvar ákvörðunin liggur. Þannig að þetta er frekar lágkúrleg afvegaleiðing til að beina spjótunum af Willum sem er sá sem ákveður þetta út frá kostnaði vs. líf. Þannig að það væri best ef að sjálfstæðisflokkurinn hætti þessum roluskap og tekur þá ábyrgð og ákvörðun sem að þeim bera að taka. Ef þeir vilja fara aðra leið en sóttvarnarlæknir þá er það bara þannig. Þeirra er valdið og þeir taka þá þá ábyrgð. Ef þeim finnst betra að fylgja sóttvarnarlækni að þá er það líka þeirra ákvörðun út frá þeirra valdi. Kemur sóttvarnarlækni ekkert við. Hann skilar bara sinni skýrslu varðandi læknisfærðileg atriði.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 21.12.2021 kl. 11:21

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, kostnður vs líf...

Fólk verður jú að lifa, fara út, skemmta sérm, vera lifandi.  Sem er betra en að híma undir rúmi, hrætt, íklætt biohazard galla til að smitast ekki af veiru sem hefur enn ekki drepið neinn.

Sem er að sem mér sýnist verið að biðja um... aftur.

Það virkaði ekki seinast.

Aftur að kostnaði við líf...

Hvað vorum við rukkuð fyrir þessi tilrauna-bóluefni sem hafa nú gengið frá 33-150 mannslífum?  Hvað kostaði okkur að koma því fólki í gröfina?

Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2021 kl. 19:18

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Út frá lýðheilsu og læknisfræðilegu sjónarmiði segir þú, Jón Grétar. Í báðum tilvikum er Þórólfur á ansi gráu svæði. Hvað með alla þá sem þjást vegna lokanna en eru ekki veikir? Hvað með þeirra lýðheilsu? Vissir þú að fleiri deyja af eigin hendi á ári en hafa dáið af Covid.

Ef tekin er læknisfræðileg sjónarhorn þá var vitað um lækningu við Covið-19 fyrir 18 mánuðum en henni var hent út af borðinu. Þetta er ekki mín staðhæfing heldur kemur úr bók eftir Robert F. Kennedy Jr.

Í þriðja lagi má benda á að í Danmörku sýna þessi ótrúlegi fjöldi smita enga breytingu á sjúkrahúsinnlögnum. Með öðrum orðum þeir sem þurfa hjálp eru farnir yfirleitt daginn eftir. Sömu sögu er að segja frá Suður Afríku. Þannig hvaða læknisfræðilegu rök eru fyrir þessum sóttvörnum.

Get bent á enn eitt en í dag voru hlutfallslega færri smitaðir miðað við prófanir heldur en í gær. Sömu sögu má finna í kringum okkur. Fleiri próf, fleiri smit.

Eina skynsama er að gera eins og Suður Afríka og leggja til að hætta þessari vitleysu að eltast við smit. Þeir sem veikjast illa þeir fá hjálp. Aðrir taka þetta út heima eins og gert hefur verið með inflúensu.

Rúnar Már Bragason, 21.12.2021 kl. 19:47

4 identicon

Ásgrímur: Veira sem enn hefur ekki tekið líf? Það er öllum frjálst að ákveða hvað er mikilvægar en annað. Skoðun á hlutum er lífsnauðsynlegur réttur okkar sem að verður að passa upp á. En að halda því fram að veiran hafi ekki tekið neitt líf er bara illgjörn fáviska. Og að reyna halda því fram að fólk sé búið að þurfa vera í biohazard galla uppi í rúmi sýnir bara verulegann skort á tengslum við raunveruleikann. 

Rúnar: Já það deyja fleiri hér á landi vegna sjálfsmorða en Covid. Hefuru ekki tekið eftir tiltörlega hörðum aðgerðum sem er búið að fara í vegna Covid sem hefur lækkað dánartíðni og smitfjölda. Þetta sýnir einungis skort á skilning á grundvallaratriðum margföldunar og deilingar. Já Omicron virðist ekki alveg jafn slæmt. En það virðist smita meira og þetta er ekki hættulaust. Og þangað til að við vitum meira að þá er full ástæða til að stíga varlega til jarðar.

Suður afríka er með til dæmis fjöldatakmarkanir og útgöngubann á næturnar ásamt öðrum aðgerðum. Ávalt þegar aðilar gegn aðgerðum benda á lönd þá kemur í ljós að þeir hafa ekki kynnt sér landið heldur byggja þetta á facebook póstum frá öðru fólki sem hafa ekki kynnt sér málið. Svo vex þetta á milli þessa hóps eins og hvísluleikur.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 22.12.2021 kl. 14:40

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Jón Grétar mér finnst þú setja þig á háan hest hvaðn ég og Ásgrímur fáum þekkingu okkar. Get alveg lofað fyrir mig að það er af allt öðrum stað en facebook.

Athyglisvert er að þú nefnir ekkert um lækningu eða finnst þér það ekki skipta neinu máli?

Rúnar Már Bragason, 22.12.2021 kl. 18:03

6 identicon

Hvaðan nákvæmlega upplýsingarnar koma er kanski minna atriði en frá hverjum þær koma. Þegar einhver talar um að vírusinn hafi engann skaðað en að bóluefnið hafi drepið einhverja upplogna tölu að þá er ljóst að hvaðan sem upplýsingarnar hafi komið að þær séu frá fólki með annarlegar kenndir. 

Ég veit ekki hvaða lækningu þú talar um. En hún skiptir víst máli. En hana er allavega ekki að finna í ormalyfjum það eitt er víst. 

Jón Grétar (IP-tala skráð) 23.12.2021 kl. 11:20

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það skiptir miklu máli hvaðan þekking er komin og einhliða málflutningur meginfjölmiðla er skaððlegur.

Morg lönd hafa notað Icevertmin með góðum árangri en enn betra er lyfjakokteill. Þessi ofurtrú á bólusetningu er röng og skaðleg.

Er ekkert á móti bólusetningum en að halda fram að það sé eina leiðin er kolrangt enda ætla Bretar að kaupa lyf sem duga og nota með bólusetningu.

Rúnar Már Bragason, 23.12.2021 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband