28.12.2021 | 15:42
Svart hvít umræða hér á landi
Já vonandi ná þeir með þessu að hrista aðeins upp í sjálfvirka ferlinu sem er í gangi. Það eru alltof mörgum spurningum ósvarað en með svart hvítri umræðu gengur illa að komast áfram veginn.
Það er ekki liðinn mánuður síðan Þórólfur vonaði að 3ja sprautan kæmi á hjarðónæmi og aldrei fleiri smit verið greind, úps! Hann sem vildi taka umræðu um bóluefnapassa, aha!
Annar sem vill taka yfir sviðið er Kári og vildi loka af óbólusetta, einmitt það!
Það komast varla frá fréttir í íslenskum fjölmiðlum um Covid nema nefnt sé bólusetning einhversstaðar í fréttinni. Það á að leysa allan vanda, einmitt það!
Svona er hægt að halda endalaust áfram en:
Af hverju fjölgar smitum eftir bólusetningar þegar 2x hefur verið lofað hjarðónæmi?
Af hverju smitast fólk á spítala þar sem óbólusettum var bannaður aðgangur um hátíðarnar?
Af hverju heldur fólk ennþá að grímur virki þegar fólk á spítala þar sem grímunotkun er skylda?
Af hverju er enn haldið fram að einkennalausir séu veikir og smiti þótt enginn rannsókn hafi sýnt fram á það (svo ég viti til)?
Af hverju er ekki enn búið að gera rannsókn á félagslegri hlið smita í þá veru að reyna átta sig enn betur hvernig megi koma í veg fyrir smit?
Af hverju er enn gengið út frá því að bóluefni sé lækning?
Af hverju eru ekki notuð lyf sem vitað er að virki vel á Covid?
Af hverju er enn neyðarstjórn í heimsfaraldri 2 árum eftir að byrjað þegar vitað er í fræðum að neyðarstjórn virkar ekki nema í nokkra mánuði?
Af hverju þarf að sprauta börnin sem hrista þetta af sér?
Af hverju er ekki gengið út frá þvi að lifa með veirunni?
Af hverju er enn haldið að fólk geti smitast út í búð þegar það talar ekki við neinn?
Af hverju er enn gengið út frá því að allir smitast?
Það er hægt að spyrja enn fleiri spurninga en þar sem ég fór til Hollands yfir jólin an þess að smitast en samt hitti fólk. Hollendingar eru hógværari og ekki svona uppteknir af Covid. Þeir passa upp á sig en án alls oftækis.
Lærum að lifa með þessu!
Vonar að stigið verði á bremsuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru allt frábærar spurningar hjá þér sem fróðlegt væri að fá svör við.
Kristín Inga Þormar, 29.12.2021 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.