Ráðríki með takmörkuðum upplýsingum

Smitfjöldi er í einhverjum voða hæðum sem þekkist ekki frá upphafi Covid-19. Svo merkilega vill til að þrátt fyrir yfir 2000 smit frá því um jól þá hefur ekki fjölgað nema um 5 á spítalanum. Ekki 7 á dag eins og Þórólfur talar um.

Í öðrum fréttum er talað um 7 af 8 á gjörgæslu séu óbólusettir og 2 börn séu inni á spítalanum. Fordómarnir gagnvart óbólusettum eru ótrúlegir og það geta legið ýmsar ástæður að baki að sprautunni sé hafnað. Hins vegar var lagt út í bólusetningaherferðina með það að markmiði að ná til 70% þjóðarinnar. Nú eru 90% búin að sprauta sig svo af hverju þessir fordómar?

Víkjum aðeins og þessu 2 börnum sem liggja inni. Fyrir jól þá kom frétt um að fjöldi smita við Klettaskóla þar sem fötluð börn sitja í skóla. Mörg þessara barna eru með veikt ónæmiskerfi og möguleiki að hafi ekki verið sprautuð. Annar möguleiki er að einhver af þeim hafi lent á spítala. Þar sem við fáum bara takmarkaðar upplýsingar þá veit þjóðin ekki neitt en fordæmir og hræðist út frá þeim upplýsingum sem hún hefur.

Þetta er ljótur leikur af spítalanum og í raun í anda áróðurs. Hvers vegna svona mikilvægt að vita að 2 börn liggja inni þegar líklega er hægt að telja þau á fingrum annarrar handar frá upphafi faraldursins. Er það vegna bólusetninga barna 5-12 ára?

Annað áróðursbragð er að birta fjölda smita en gefa mjög takmarkaðar upplýsingar (fyrr en seint og síðar meir) um hversu margir eru í raun veikir að ráði. Ef flestir, segjum 80%, finna mjög væg einkenni þá eru allar takmarkanir sem eru í gangi gagnslausar. Sem eru hvort eð er algerlega gagnslausar því fólk fer mjög takmarkað eftir þessu. Eftir því sem oftar er notuð sama aðferð þá lærir fólka að fara framhjá henni.

Allar upplýsingar hafa takmarkað gildi nema í samhengi við eitthvað og þessu ráðríki verður að ljúka. Hætta við að sprauta börnin er algert forgangsatriði. Hitt forgangsatriðið er af hverju má ekki nota snemmmeðferð fyrir fólk í áhættuhóp?

Allur þessi málatilbúningur með ráðríki og takmörkuðum upplýsingum er kominn á endastöð og þess vegna lýkur Covid-19. Ekki vegna bóluefna heldur vegna þróun veirunnar og aðgerðum sem ekki er hægt að selja lengur. Þeim fjölgar sífellt sem einfaldlega hætta að trúa á þetta.


mbl.is Um 25% Covid-sjúklinga á spítala með Ómíkron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Vek athygli þína Rúnar á frétt á Vísi í dag:

Með Covid-19 en ekki lengur vegna Covid-19:

Fram kemur m.a. að tvö börn liggi inni á barnadeild Landspítalans með Covid en ekki vegna Covid.

Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19.

Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar.

Einnig kemur fram að 7 en ekki 8 sjúklingar liggi á gjörgæslu.

Daníel Sigurðsson, 3.1.2022 kl. 17:17

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk fyrir ábendinguna ég skrifaði þetta áður en sá þessa frétt. Fagna því að þeir komi þessu betur frá sér.

Rúnar Már Bragason, 3.1.2022 kl. 17:26

3 identicon

Einhverjir útskrifast og því gefur fjölgun inniliggjandi ekki rétta mynd af fjölda innlagna. Ef 10 útskrifast en samt fjölgar um tvo þá eru innlagnir 12 en ekki tvær.

Fjöldi daglegra smita og fjöldi veikra eru ótengdar tölur, ekki er um sömu einstaklinga að ræða og hækkun smita skilar sér ekki samstundis í fjölda veikra. Það er ekki svo að fólk smitist, veikist og er lagt inn samdægurs. Það er ekki áróðursbragð að segja þér ekki samstundis hversu margir verða alvarlega veikir af þeim sem greinast smitaðir.

Og innlagnir núna eru fólk sem var að smitast um miðjan desember þegar daglegar smittölur voru um 150. 2000 smitin frá því um jól fara ekki að skila sér á sjúkrahúsin fyrr en í lok þessarar viku og þeirri næstu. Áramótasmitin svo um miðjan mánuðinn.

Glúmm (IP-tala skráð) 3.1.2022 kl. 19:35

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er rétt hjá þér að þetta er inn og útstreymi en Þórólfur minntist ekkert á slíkt. Ḿér finnst hann, eins og oft áður, ýkja tölur.

Reynsla annarra landa, þessa dagana, er að sjúklingar stoppa stutt og því er aukningin svo lítil á milli daga. Sjúkrahúsið er því með ca 20 - 25 sjúklinga á dag með Covid smitum þessa dagana. Það er allt annað en Þóróflur sagði því hann sagði 7 á dag.

Eftir að ég skrifaði þetta kom spítalinn með betri lýsingar þannig að ég get tekið til baka að þetta sé áróðursbragð enda pillan meira til Þórólfs heldur en spítalans. Þórólfur á til að ýkja tölur, vera seinn að uppfæra sig, koma með mjög takmarkaðar upplýsingar og setja fram án samhengis.

Rúnar Már Bragason, 3.1.2022 kl. 19:51

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rökrétt endalok frétta á Íslandi:

"28 manns voru á gjörgæzlu á sama tíma og Covid 19 var ennþá til sem sjúkdómur."

Sýnist reyndar það sé orðið þannig nú þegar.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.1.2022 kl. 20:08

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um mikilvægi réttrar framsetningar á upplýsingum og hvernig valkvæð framsetning getur skekkt myndina.

COVID-19 vaccine efficacy and effectiveness—the elephant (not) in the room - ScienceDirect

Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2022 kl. 20:23

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Alveg rétt hjá þér Ásgrímur fréttamennska er dautt fyrirbæri.

Það er engin tilviljun Guðmundur að tölfræði er mikið notuð í sölu, af því það er svo auðvelt að blekkja með henni.

Rúnar Már Bragason, 3.1.2022 kl. 21:12

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Á nýju ári væri tilefni fyrir fréttamenn að koma með sömu fréttir á jákvæðum nótum og segja td. Einungis 25 einstaklingar liggja nú á spítala eftir 20.000. smit á sl. 2 árum. Landsmenn eru greinilega að berja þennan draug niður.

Eggert Guðmundsson, 4.1.2022 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband