Gott dæmi um rökleysu hjá Reykjavíkurborg

Mat á þessum gatnamótum hjá Reykjavíkurborg var að gangandi og hjólandi þyrftu að komast þarna yfir. Einnig er sleðabrekka þarna og vildu meina að þrengdi óþarflega að henni.

Bæði þessi rök halda engu vatni því að undirgöng eru báðu megin við þessi fyrirhuguðu gatnamót ca. 200 metra í sitthvora áttina. Hvers vegna hjólandi og gangandi þurfa endilega að fara þessa leið en ekki taka á sig smá krók er óskiljanlegt.

Alveg jafn óskiljanlegt og hjólabrautir sitthvorumegin við Grensásveg þar sem ég hef jafnoft séð hjólandi upp á gangstíg eins og á þessum hjólabrautum. Ætti einnig að nefna göngustíga við Bústaðarveg er lélegri en hjólabrautirnar þótt nánast enginn hjóli Bústaðaveg (allavega ekki allan veginn).

Vonandi taka þeir sig saman í andlitinu í Kópavogi og geri þetta rétt.

 


mbl.is Lakari lausn með tilliti til umferðaröryggis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband