Vísvitandi að misskilja

Þegar ég las orð Ragnars Freys þá skyldi ég hann aldrei þannig að hætta skimun heldur að draga úr henni og skima þá sem hafa einkenni. Hann var að vísa til þess að alltof margir einkennalausir eða einkennalitlir væru skimaðir og settir í einangur. Kannski væri nær að einbeita sér að þeim sem eru smitaðir.

Þá segir Þórólfur:

„Þunga­miðjan hef­ur verið og er að beita ein­angr­un og sótt­kví og það hef­ur haldið far­aldr­in­um aðeins í skefj­um. Ann­ars væri þetta komið í veld­is­vöxt, það er ég viss um,“

Árangur:

Aldrei verið eins mikið af smitum. Er bara hægt að kenna afbrigði um?

Ef horft er til spítalavistar þá er helmingur innlagna síðustu 6 mánuði miðað 15 mánuði þar á undan, þe. næstum þreföldun innlagna. Það sama á við um gjörgæslu.

Herferðin hefur verið um þá óbólusettu (þótt við fáum ekki nákvæma skilgreiningu) en af hverju verður þessi gríðarlega fjölgun eftir bólusetningu? Áttu ekki bólusettir að veikjast minna. Það er ekki einungis hægt að útskýra með óbólusettir haldi uppi þessari fjölgun.

Enn heldur Þórólfur áfram:

„Þá mynd­um við fá fleiri smit og meiri út­breiðslu á stutt­um tíma, með meiri pressu og inn­lögn­um á spít­al­ann.“

Hvað með snemmmeðferðir? Hvað með að lækna fólk en ekki senda heim án lækningar?

Skipsbrotið á aðferðir Þórólfs er algert og réttara að segja gjaldþrot. Ef miðað er t.d. við Bretland þar sem fólk má enn hittast þá sýnir það sig ekki að smit fari upp úr öllu valdi eins og Þórólfur vill meina. Gleymum því ekki að Bretland er mun þéttbýlara en Ísland.

Helsti veikleiki í aðgerðum Þorólfs er að fólk smitast mest í heimahúsi. Ekki endilega heima hjá sér heldur hittast í heimahúsi (sbr. Víðir sjálfur). Þótt pöbbar séu lokaðir þá hættir fólk ekki að drekka og hitta aðra til að drekka saman. Þennan veikleika hefur Þórólfur aldrei verið beðinn um að útskýra. Ef nýjasta útspilið með þríbólusetta og sóttkví misheppnast mun Þórólfur þá viðurkenna mistök sín?

Freyr kom með gott innlegg um nauðsyn þess að nálgast sóttvarnir á nýjan hátt. Það er löngu kominn tími á það.


mbl.is Þórólfur algjörlega ósammála Ragnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þórólfur talar um það að ef yrði farið eftir því sem Ragnar talar um að þá væri öruggt að við  myndum missa faraldurinn í VELDISVÖXT.  EN ÉG MAN NÚ EKKI BETUR EN AÐ FYRIR ÞREMUR VIKUM HAFI ÞÓRÓLFUR SJÁLFUR SAGT AÐ SMITIРVÆRU KOMIN Í VELDISVÖXT.  Eins og einhver sagði þá æri fróðlegt að taka saman ÖLL ummæli hans í tímaröð og út úr því fengist hin mesta skemmtun......

Jóhann Elíasson, 10.1.2022 kl. 16:53

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Nú er ég virkilega sammála þér. Tala nú ekki ummæli hans um að með örvunarsprautum náum við vonandi hjarðónæmi. Jú líklega vegna þess að þeir smitast svo mikið sem hafa þegið örvun.

Rúnar Már Bragason, 10.1.2022 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband