15.1.2022 | 12:29
Covid speki dagsins - klappstýrurnar
Mikið hefur verið talað um álhattana til að draga úr þeim sem efast um aðgerðir við Covid en lítið hefur verið fjallað um klappstýrurnar.
Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við framkvæmdastjóra Kemi Hermann Guðmundsson. Þar talar hann um grímu og hanskanotkun. Hans eigin orð: "Á hinn bóginn hafi sala á einnota hönskum minnkað mikið frá árinu 2020 enda séu snertismit nú álitin mun sjaldgæfari en áður var talið."
Vá! nú kem ég af fjöllum og tel mig fylgjast nokkuð vel með. Hvaðan kom þessi speki að covid væri ekki snertismit? Aldrei heyrt um það.
Seinna segir hann: "Þá sér hann fyrir sér að notkun á spritti í verslunum muni aukast, ekki síst vegna áherslu á að draga úr notkun umbúða, þar með talið utan um matvöru sem fólk handfjatlar."
Bíddu nú hægur varstu ekki á undan að segja að snertismit væru ekki til staðar. Hvað ertu nú að segja? Að við megum ekki handfjatla neitt?
Eins og ég hef sagt áður þá býr fólk til sína skilgreiningar. Það sem hann er að segja passar í raun við ekki neitt. Getum einnig fjallað um blaðamenn sem skrifa um Icevertamin og notkun þess en þurfa á sama tíma að nefna það 3x ormalyf. Hvað varð um að skrifa greinar af hlutlægni en ekki hlutdrægni?
Í annan stað sem sýnir að þessar hertu aðgerðir skipta engu máli var önnur frétt um að lögreglan hafi mikið þurft að sinna hávaða í heimapartíum. Mjög sniðugt að færa þetta úr miðbænum í heimahús. Meiri líkur á smiti. Með öðrum orðum að hertari aðgerðir þýðir að fólk breytir hegðun en hlýði ekki Víði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.