Mælikvarðinn á gagnsleysi sóttvarnaraðgerða

Hef oft talað fyrir því að setja fram mælingar á gagnsemi aðgerða. Í þessari frétt er sett fram ein gagnsemi þe. innlagnir á spítala er mun lægri en spá gerir ráð fyrir og áður þekkist með tilliti til Covid. Vandamál vegna fjölda innlagna miðað við fjölda smita á ekki við lengur.

Annar mælikvarði er bílaumferð. Núverandi aðgerðir eru svipaðar og þegar mest var lokað nema að skólar eru opnir núna. Í dag er sunnudagur en það er fullt af bílum á ferðinni. Virkar sviptað og þegar engar aðgerðir eru í gangi. Þetta má túlka þannig að fólk hlusti ekkert á tilmæli um að draga sig í skel. Þvert á móti þá fer fólk og ég fagna því. Fólk á að fara út og helst hitta annað fólk, stunda félagslíf og vera til.

Eftir 2 ár af Covid er nýjustu vendingar þær að líklega var vitað fyrir faraldurinn að Icevertamin virkaði gegn pestinni. Það var einnig vitað fyrir 18 mánuðum en gerð rannsókn með röngum skömmtum skv. bók Roberts F. Kennedy. Það var einnig gerð rannsókn fyrir ári síðan sem sýndi vel þessa virkni lyfsins en hún þögguð niður skv. áðurnefndi bók. Þá tóku mörg lönd sig til og fóru að nota lyfir með góðum árangri. Sú þekking fékk ekki brautargengi í Evrópu né Norður Ameríku.

Læknar eru eiðsvarnir um að leita allra leiða til lækninga. Nýlega var spurt íslenska lækna um þetta (man ekki hvar) og svarið var að enginn mælti með því. Furðulegt svar því geta læknar ekki sjálfir leitað sér upplýsingar eða láta þeir mata sig af stjórnendum. Er nema von að spítalinn sé í kröppum ef stjórnendur setja línuna og starfsmenn bara hlýða. Það gefur ekki góða von um vel rekinn spítala. Ef læknar eru ekki virkir í leit að lækningum (eins og virðist með covid) þá er eitthvað verulega mikið að á spítalanum og hærri fjárframlög breyta engu um það. Þetta þýðir að stefnumótun spítalans er röng. Tek það fram að ég álykta þetta út frá viðtölum og fréttum af spítalanum, er viss um að starfsfólk reyni sitt besta en er aftrað af stefnumótun.

Gagnsleysi aðgerða sést líka í því að þrátt fyrir yfir 5 þúsund próf í gær þá fjölgaði ekki skráðum smitum. Faraldurinn var á niðurleið áður en hertari aðgerðir voru ákveðnar.


mbl.is Erum á leið út af sporinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband