Dauði vísindanna

Frá upphafi Covid er ljóst að vísindi hafa beðið algert afhroð í þessum faraldri og seint ætlar það að batna. Hér er grein sem lýsir vel hvítþvottinum á hvort veiran hafi komið af rannsóknastofu eða úr náttúrunni. Þessi hvítþvottur á upprunanum er ekki það eina, þetta á einnig við um lækningu á veirunni með lyfjum. Þrátt fyrir rannsóknir lofi góðu þá er það bælt niður með aðstoð fjölmiðla t.d. að sífellt að kalla Icevertamin ormalyf.

Ekki hefur bætt úr skák þessi sífellda notkun á tölfræði með spálíkönum. Þau geta vissulega hagnast þeim sem þurfa t.d. að manna spítalana en hvað hefur almenningur svona mikið við þessar upplýsingar að gera. Jú þær hjálpa við að halda óttanum í fólki en að öðru leyti gera lítið gagn við að forðast smit.

Sem leiðir hugann að enn einni vísindalegri bælingu en það er aldrei talað um matarræði eða gerðar félagslegar rannsóknir á hvernig megi forðast smit. Í stað þess að höfða til fólks og getu þess að takast á við hættur þá er ríkisleiðinni beint að fólki eins og þeir séu einu sem viti hvað eigi að gera. Árangurinn talar sínu máli.

Ekki bætir mantran um bólusetningu til að fá aftur trú á vísindin. Bólusetning er auðvitað forvörn en ekki lækning. Hún var sett upp til að forðast smit en gerir það ekki svo búin var ný mantra að fólk veiktist minna eftir bólusetningu. Þarna liggur engin vísindaleg sönnun því hópurinn sem smitast í dag er mun yngri en áður. Sem betur fer hefur minnkað álag aá spítalana en er það vegna þess að veiran veiktist eða bóluefnið? Það er engin leið að segja um það þrátt fyrir möntru sem tuggin er í fjölmiðlum. Ástæðan er þegar borið er saman epli og appelsínu þá færðu ekki trúverðugan samanburð. Samt trúir fólk þessu eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Nei þetta eru ekki vísindi þar sem hægt er að staðhæfa að bóluefnið virki. Eina sem eftir stendur af 2ja ára faraldri er að vísindin eru dauð, fjölmiðlar eru leppar, fólk trúir hverju sem er og efinn (grundvöllur vísinda) er bældur niður.

Endum þetta eins og frægir sjónvarpsþættirnir X-files enduðu: "Trust nobody"


mbl.is Nýtt spálíkan gefur fyrirheit um betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar efast er um að menn sem samkvæmt sinni menntun útdeila sinni speki, eru vísindin dauð.

Lögfræðingur getur aldrei verið betur að sér í sóttvörnum en sóttvarnarlæknir, ekki frekar en sóttvarnarlæknir betri í lögfræði en lögfræðingur. Þegar menn fara að rugla þessu saman er eins hægt að leggja niður allar menntastofnanir og þá um leið vísindin.

Gunnar Heiðarsson, 19.1.2022 kl. 16:05

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er ósammála þér Gunnar. Það á einmitt að efast um það sem vísindamenn setja frá sér. Þannig virka vísindin best.

Efinn er til að halda vísindamönnum við efnið en þýðir ekki endilega að það sem sett er fram sé vitleysa. Þvert á móti þá hjálpar efinn til að komast lengra.

Lögfræðingur eða skúringakonan (allir aðrir) ættu þannig að efast um öll vísindi.

Hins vegar ef talað er um sóttvarnir síðastliiðinn 2 ár þá liggja afskaplega lítil vísindi á bakvið það.

Rúnar Már Bragason, 19.1.2022 kl. 17:12

3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Alvöru vísindamenn segja einmitt sjálfir að vísindi séu ekki einhver ein "sannindi", heldur eigi að vera hægt að ræða um þau, en það er eitthvað sem hefur verið bannað í tvö ár núna með fordæmalausri ritskoðun og útskúfun þeirra sem hafa leyft sér að efast um "covid vísindin".

Kristín Inga Þormar, 19.1.2022 kl. 18:55

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vísindi eru ekkert annað en skipulögð afmörkuð rannsókn sem gefur ákveðna niðurstöðu. Þessi niðurstaða hefur stundum vikmörk. Þegar vísindamenn nota þessar niðurstöður til að draga ályktanir verða þeir að vanda sig. Annars getur "skúringakonan" gert athugasemdir sem benda til að ályktunin sé röng, vafasöm eða byggð á misskilningi.

Í tilfelli COVID rannsókna eru vísindamennirnir fjármagnaðir af lyfjaiðnaðinum sem augljóslega hefur hagsmuna að gæta. Þegar "skuríngakonan" bendir á að hagsmunir vísindamannsins og iðnaðarins fara saman er það enn ein ábendingin til að endurskoða staðreyndir og niðurstöður af þeim dregnar.  

Sóttvarnalæknir er ekki vísindamaður. Hann reiðir sig á vinnu annara í því sambandi og hann velur einnig hvaða niðurstöðum hann kýs að taka mark á. Oftast er það niðurstöður "nefnda á vegum Evrópusambandsins eða Bandaríkjastjórnar". 

Gísli Ingvarsson, 20.1.2022 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband