25.1.2022 | 11:27
Fyrirsögn 10. nóv. 2021 - Ekki hægt að fækka smitum nema með aðgerðum.
Í dag er tilkynnt um met smitfjölda og hver er þá árangurinn af þessum aðgerðum - enginn. Þessi barátta við veiruna með takmörkunum gegnur ekki upp lengur og sífellt fleiri sjá það, nema kannski sóttvarnarlæknir og einhverjir fleiri.
Það er ótrúlegt að lesa að hlut sem búið er að tala um í heilt ár skuli loks vera rata í meginstraumsfjölmiðla. Vísindalega hefur ekkert verið sannað að þessar lokunaraðgerðir virki eitthvað og sé tekið mið af smitfjölda þá er þetta alger þvæla. Reyndar hef ég aldrei séð neinn geta vitnað í vísindagrein sem styður lokunaraðgerðir.
Á móti má segja að rétt sé að loka til að fá betri skilning en að halda að sömu aðgerðir virki 2 árum seinna er einfaldlega bjánalegt.
Kári hefur stundum rétt fyrir sér og þegar hann segir að opna allt þá er það vegna þess að þessar lokunaraðgerðir skipta engu máli í stóra samhenginu. Að spítalinn ráði ekki við það verður bara að tækla með öðrum ráðum.
Veiran er þarna, veikir fólk mismikið en að við getum stjórnað því með lokunaraðgerðum er algerlega hætt að ganga upp.
Veirunni verði ekki útrýmt úr þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.