Veiruheldar grímur?

Þessi liður er tekin úr minnisblaðinu:

7. Kenn­ar­ar í leik- og grunn­skól­um verði hvatt­ir til að gæta vel að sótt­vörn­um, nota veiru­held­ar grím­ur og and­lits­hlíf­ar sér­stak­lega ef þeir hafa ekki fengið örvun­ar­skammt (þriðja skammt) bólu­efn­is. Muna þarf að full virkni örvun­ar­skammts fæst ekki fyrr en 14 dög­um eft­ir bólu­setn­ing­una. (feitletrun og undirstrikun mín)

Ég hef ekki heyrt að þessar grímur sem seldar eru almennt séu veiruheldar enda væru smit ekki svona mörg ef svo væri. Hvað á Þórólfur þá við með þessum lið? Eiga kennarar að vera með súrefni og grímu til þess að varnar veiru?

Hugmyndaflugið og vitleysan nær sífellt á nýjar slóðir en gerir minnst til að minnka smit enda er það ekki aðalatriðið lengur.

Hann heldur áfram og heldur að eldra fólk smitist meira ef takmörkunum verði aflétt. Svo getur hann ekki sleppt hugmyndinni um bólusetningapassann sem hann ýjar að öllum stundum. Þetta lepur ríkisstjórnin upp eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Kári hefur rétt fyrir. Það er best að opna allt.


mbl.is Býst við fjölgun smita í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband