Jaðarhópur mótmælenda

Trudeau varð á þau orð að kalla mótmælin í Kanada jaðarhóp. Þetta sýnir bara svart á hvítu hve illa að sér margir kosnir fulltrúar eru og fjarri fólki í því landi sem þeir stjórna. Sem betur fer stækkar þessi svokallaði jaðarhópur sem mótmælir sóttvarnarreglum. Þessu leikhúsi í boði ríkisstjórna sem virðast lítið vita hvað snýr upp eða niður.

Sérfræðingarnir eru svo miklir sérfræðingar að það má ekki atyrða þá eða vera á móti. Meira segja er veist að streymisveitum fyrir það eitt að miðla þætti sem kemur með önnur sjónarhorn. Hvað vita Harry og Megan meira en Rogan? Eru þau einu sem segja sannleikann?

Aum afsökunarbeiðni forsetans að vita ekki um reglur er svo fyrir neðan allar hellur að tekur varla að nefna það. Fyrst og fremst sýna þær að allar þessar sóttvarnarreglur eru algerlega út í hróa. Hver hefur smitast eftir þennan atburð?

Fleiri lönd eru að sjá fáránleikann í þessu og það lítur út fyrir að spá mín rætist að þetta hverfi mjög snögglega allt saman.


mbl.is Þúsundir mótmæltu í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband