1.2.2022 | 15:29
Tilfinningatölfræði
Í faraldrinum, eftir fyrstu bylgju, er búið að nota tilfinningatölfræði þe. tölfræði sem byggir á öðru en faraldsfræðum. Hún byggir á tilfinningum um að eitthvað gerist en segir ekki sannleikann. Þegar gert er spálíkan þá hefur það lítið gildi almenning en meira gildi fyrir t.d. spítalann að sjá hvernig megi vinna úr ástandi. Þar til á þessu ári unnu þeir alltaf út frá svörtsýnustu spá og breyttu seint um aðferð þótt færi eftir betri spá. Almenningur hefur lítið við þessar upplýsingar að gera en hvers vegna þá að sýna þeim þetta stöðugt?
Annað í tilfinningatölfræði er nýlegt dæmi um Spotify. Þegar Neil Young dregur tónlist sína af miðluninni. Í viðtali í Morgunblaðinu í morgun segir einn að hann sjái marga fara af Spotify og því til vitnunar vísar hann á facebook aðgang sinn. Þarna er önnur hlið tilfinningaraka að þótt aðilar í kringum þig virðist gera eitthvað þá segir það ekkert endilega til um hvað allir hinir gera.
Tilfinningatölfræði er nátengd tilfinnga rökræðu því hún byggir meira á eigin áliti heldur en staðreyndum. Virkur í athugasemdum grípa oft til þessara ráða og svo þegar fólk setur fram tengla á efni þá gera þeir lítið úr efninu. Bæði er hentugt tæki til að reyna að stjórna öðrum en hefur því miður lítið með sannleikann að gera.
Gott dæmi um það er breyting á tölfræði á covid.is um áramótin. Þegar einhverjir tóku sig til og fóru að reikna þá frestuðu þeir framsetningu og breyttu myndum svo erfiðara væri að lesa þetta. Allt gert til að tilfinningatölfræðin fengi að njóta sín en ekki staðreyndir.
Munum það að þetta þýðir ekki að tölurnar séu rangar heldur hvernig þær eru settar fram og notaðar. Dæmi um það er hvernig aukverkanir og andlát af völdum bóluefna er haldið til baka miðað við fjölda smita og fólk sem deyr eftir að hafa fengið covid-19 (jafnvel 2 mánuðum eftir smit eru samt taldi hafa dáið úr covid).
Það væri óskandi að sóttvarnaryfirvöld komi sér úr tilfinningatölfræðinni.
Minna álag í kjölfar breytinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.