Frelsið og málábyrgð

Heyrði í fyrsta sinn þetta orð í vikunni þegar Arnar Eggert sagði að Joe Rogen þyrfti að sýna málábyrgð eftir hlaðvarpsþátt sinn. Skrýtið orð frá manni sem sérhæfði félagsfræði gráðu sína í poppmenningu þar sem oft fer lítið fyrir málábyrgð.

Enn skrýtnara við þetta Neil Young dæmi er að þetta voru hippar sem kröfðust frelsis til að tjá sig að vild en það virðist ekki ná yfir hvað sem er.

Í gær gerðist svo enn skrýtnara í öllum þessum málum. GoFundMe lagði til að féið sem Trucker Convoy í Kanada hefði safnað yrði lagt inn á önnur félög. Þetta var lagt til án samráðs við þá sem voru að safna! Sterk viðbrögð við þessari hugmynd varð til þess að þeir féllu frá hugmyndinni en þarna eru þeir augljóslega að grafa gröf sína. Þetta heitir nú á almannamáli þjófnaður og það af verstu gerð. Hver er málábyrgð GoFundMe? Kannski Arnar Eggert geti svarað því.

Frelsið er yndislegt söng Ný dönsk um árið en ófrelsið virðist viðunandi fyrir suma og sér í lagi þá sem hafa hátt í fjölmiðlum og meginstraumsfjölmiðlar. Á minni lífsæfi hef ég ekki kynnst takmörkunum, frekar að erfiðara er að framkvæma hlutina t.d. ferði til útlanda. Svo virðist sem að hópur fólks líði vel í þessu takmarkandi frelsi til að framkvæma hluti. Kannski nær þessi hópur að einbeita sér betur án alls áreitis sem lífið býður upp á en að það eigi að vera á kostnað allra hinna er fáránlegt.

Frelsi fylgir ábyrgð og þessum hóp væri nær í lagi að læra um ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband