16.2.2022 | 16:05
Hafa fjölmiðlar sinnt mikilvægu lýðræðishlutverki í covid faraldrinum?
Einfalt og stutt svar er: NEI
Bara alls ekki og Rúv hefur verið það allra versta. Ýtt undir hræðslu og látið vera að fræða fólk um möguleika að fást við ástandið. Nei það skulu allir fjölmiðlar segja sömu fréttirnar án þess að milli megi sjá hver er að flytja fréttirnar.
Fjölmiðlar í dag eru löngu hættir að veita lýðræðislegt hlutverk þótt alþingismenn hristist ef eitthvað birtist um þá. Þeir flytja allir sömu fréttirnar og þegja á sama hátt um aðrar fréttir.
Það hefur varla heyrst múkk í fjölmiðlum á Íslandi, fyrir utan frett.is, um Freedom Convoy í Kanada og hvernig þeir friðelskandi mótmælendur eru kúgaðir af stjórnvöldum. Með því að frysta söfnunarfé þeirra, kalla þá hryðjuverkjamenn og setja neyðarlög til að þurfa ekki að fara til dómsstóla. Þessi svakalega hættulegu friðsömu mótmæli sem snúast um að afnema bóluefnaskyldu og bóluefnapassa.
Lilja Dögg er svo á rangri leið með fjölmiðlafrumvörp sín og hugmyndir um fjölmiðla almennt.
Ef lýðræðis umræða á að ná aftur á strik í gegnum fjölmiðla þá er Rúv lagt niður í núverandi mynd og lögð áhersla á leikna þætti, viðtöl og fréttaskýringar. Allt án auglýsinga og það er nóg að reka eina útvarpsstöð og eina sjónvarpsstöð. Best væri að leggja Rúv alfarið niður.
Fjölmiðlar geti sinnt mikilvægu lýðræðishlutverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála. Ég hef hvorki horft né hlustað á fréttir í eitt og hálft ár núna, ég hætti því þegar mér var farið að ofbjóða óttaáróðurinn og hversu einhliða fréttirnar voru.
Ég hætti líka að hlusta á eftirlætis morgun- og síðdegisþættina mína í útvarpinu þegar umræðuefnið var orðið nánast eitt, covid, covid, og svo ennþá meira covid.
Kristín Inga Þormar, 16.2.2022 kl. 20:37
Covid hefur sýnt okkur innihaldsleysi fjölmiðla. Ekki bara á Íslandi heldur um allan heim hvernig einhliða málfluttningur gengur yfir línuna. Sem betur fer eru til fleiri sjónarhorn og þótt séu einhliða á annan veg þá eru þau góð til að rétta sig af.
Annars hef ég ekki hlustað á fréttir á Rúv í meira en fimm ár og þegar æxlast að heyra í heimsóknum þá blöskrar mér alltaf einhliða sjónarhornið.
Rúnar Már Bragason, 16.2.2022 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.