18.3.2022 | 00:16
Borgarlína bætir ekki almenningssamgöngur höfuðborgasvæðisins
Hugmyndin um borgarlínu sem framför í almenningssagöngum á höfuðborgasvæðinu, eins og hún er sett upp núna, er ekki að lausn fyrir allt höfuðborgasvæðið. Hún leysir ákveðin svæði en heildarlausina vantar. Það getur verið fínt að komast t.d. úr Hamraborg í Kópavogi niður í Austurstræti á stuttum tíma en vilji ég fara upp í Grafarholt þá stoppar borgarlína í Ártúni og þaðan tekur annar vagn við. Af hverju get ég ekki farið í Mjódd og þaðan í Grafarholt?
Annað dæmi um viteysuna í þessu. Ég bý á Nýbýlavegi miðjum og á dóttir sem fer í FG í Garðabæ. Stutt labb í vagn nr. 4 í Mjódd og svo 24 í FG. Hljómar einfalt nema hvað að vagnarnir hittast ekki á sama tíma í Mjódd, það er alltaf bið hvora leiðina sem er farið. Þetta er stærsta vandamál strótó. Ef þú ert ekki að fara með einum vagni og annað en í Austurstræti þá virkar þetta svo illa.
Borgarlína er ekkert að leysa það vandamál.
Önnur vandamál fyrir utan rekstrarkosnað eru:
Hver er markhópurinn? Ekki er farið nálægt mörgum framhaldsskólum eða vinnusvæðum eins og höfninni, vellirnir, hvörfum á Vatnsenda o.s.frv. Það alltof óljós hverjum á að þjóna og hvers vegna velja strætó í stað annars fararmáta.
Hvernig þjónar þetta byggð utan höfuðborgasvæðisins? Eiginlega ekki neitt því hugmyndin um borgarlínu nær ekki að útjaðri höfuðborgasvæðisins. Til að mynda ef bílastæðahús væri sett við Esjumela og bílar ofan af vesturlandi myndu nýta sér vagn þaðan, þá væri kominn ákveðinn markhópur að ná til Þetta er ekki einu sinni inn í myndinni. Sama væri hægt að gera fyrir þá sem koma af Reykjanesi og suðurlandi.
Af hverju strætó í miðjunni á svona breiðum götum? Það er frekar kjánalegt að láta fólk ganga yfir umferðagötu til að komast í strætó. Þetta er svo kjánalega uppsett og mikið óöryggi fyrir gangandi að fara í strætó. Ekki beint til þess fallið að auka fjölda farþega. Annað sjónarhorn er að börn gangi í skólann en þurfa að fara yfir götu með enn meiri umferð og jafnvel breiðari.
Hvað með fólkið sem býr í austurhluta höfuðborgasvæðisins? Það er alveg ljóst að ný byggð á höfuðborgasvæðinu liggur í austri, annað er þétting. Borgarlína sinnir ekkert betur en núvernaid kerfi, þeim sem búa í austari hluta höfuðborgasvæðisins. Til að fjölga notendum þá verður að vera einfaldara að taka strætó úr úthverfum í austari hluta höfuðborgasvæðisins.
Með þessari upptalningu minni er alveg ljóst að þetta borgarlínuverkiefni er andvana fætt.
Borgarlína Dags ekki á dagskrá Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.