Hvað er hvað Þórdís?

Þegar Þórdís kemur í fjölmiðla þá veit ég aldrei hvað hún meinar. Í þessu tilviki segir hún að löndin í kring séu að reka fólk heim en á móti sé það okkar að ákveða hvort skuli reka einhverja heim. Sem sagt ég er engu nær.

Vissulega er fjöldamorð alltaf ömurleg en stríðsfréttir eru líka 100% ýktar og fleiri eru lygar en sannleikur. Best er að tjá sig minnst fyrr en alvöru rannsókn hefur farið fram en eru ESB, NATÓ eða USA hlutlausir aðilar til að rannsaka þetta?

Það held ég ekki og USA eru mjög duglegir að ýta undir frekara stríð.

Athyglisvert að Þórdís minnist ekkert á spádóm sumra fjölmiðla um hugsanlegan matarskort í heiminum. Kannski ekki mikil áhrif hér á landi en í suður Evrópu er farið að takmarka sumar vörur eins og matarolíu.

Það sem lítið er talað um í öllu þessu ástandi er hversu ósjálfbær Evrópa er sjálfri sér. Þeir treysta öðrum fyrir orku og matvælum og þykjast síðan geta sagt öllum öðrum hvernig þeir eiga að haga sér.

Stærsta spuringin er af hverju hefur enginn áhuga á því sem er að gerast í Yemen sem er enn hræðilegra ástand en í Úkraínu. Er það af því að það er svo langt í burtu? Landið er ekki nógu ríkt af auðlyndum? Líklegasta svarið er að pólitískt skiptir landið engu máli.


mbl.is Endurmeta stöðu sendiherra Rússlands á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband