14.4.2022 | 01:06
Er Sólveig að eyðileggja trúverðugleika verkalýðsfélaga
Tvímælalaust þá sitja verkalýðsfélög núna í súpunni þar sem trúverðugleiki þeirra hefur beðið varanlega hnekki. Sólveig segir það sem hentar hverju sinni og lítur ekki út fyrir að vera annað en tækifærissinni. Fyrir aðeins 3 árum fordæmdi hún hópuppsagnir og ýjaði að allskonar aðdróttunum um félaið sem átti í hlut en þegar hún sjálf beitir þessu þá er hún fórnarlamb ljótra hugsunna hjá öðrum.
Að einhverjir telji þessa konu trúverðugan stjórnanda verkalýðsfélags er ofar mínum skilningi.í meira en öld hafa verkalýðsfélög náð fram ákveðnu formi fyrir launamenn og reynt að standa vörð um það. Eins og hendi sé veifað er því öllu hent út um gluggann með því að nota aðferðir sem hingað til hafa verið fordæmdar.
Réttast væri í framhaldinu að afnema skyldu að verkalýðsfélögum. Þau eru hætt að snúast um launafólk og farin að snúast um stjórnendur. Hugsjónin er fokin út um gluggann og því varla neitt eftir nema skora á einhvern þingmann að leggja fram frumvarp um að afnema skylduaðild að verkalýðsfélögum.
Hafa áður fordæmt hópuppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.