28.4.2022 | 16:00
Léleg staðsetning sundlaugar í Fossvogsdal
Það hefði verið miklu nær að hafa sundlaugina við Víkingsvöllinn. Þar er mikil starfssemi en þarna er engin starfssemi. Fagrilundur er ekki það mikið notaður og alger óþarfi að eyðileggja þessi fáu grænu svæði sem eftir eru.
Nær væri að gera þetta svæði að almenningsgarði enda mun meira pláss við Víkingsvöllinn og nýtist alveg jafnvel báðum skólum og þar að auki er styttra fyrir Réttarholtsskóla og Álfhólsskóla að sækja þangað, jafnvel skólann í neðra Breiðholti.
Svo halda þessi kjánar að umferð aukist ekki um dalinn. Það eru bílastæði við Fagralund og Fossvogsskóla sem verða enn meira nýtt en í dag. Algerir kjánar.
Fossvogslaug verður að veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.