Frábært að vera stjórnmálafræðingur og fá að blaðra án ábyrgðar.

Auðvitað eru þetta bara hans skoðanir og það sem vantar algerlega í fréttina eru forsendurnar sem hann gefur sér. Til að mynda gefur hann sér að Viðreisn muni hlýða Samfylkingunni og vera til hliðar. Skrýtið að aðrir flokkar fái að drottnað svona yfir öðrum en það er ekki raunveruleikinn.

Svo skoðanir hans eru komnar í ljós en sjáum til hvernig málin æxlast.

Rétt mat er með sósíalista sem neita að vinna með öðrum og spurning hvort þeir séu yfir höfuð mjög félagslyndir tilað vinna með öðrum. Það er alveg vitað að Píratar vinna bara í lokuðum hópum enda á fullu í útilokunarmenningunni.

Ef Framsókn vill standa við orðin um breytingar þá hlýtur það að þýða að borgarlína og þétting byggðar verði sett stólinn fyrir dyrnar og unnið út frá raunsæi. Útilokar það ekki Samfylkinguna?

Þannig þegar ég blaðra án ábyrgðar þá segi ég fullu fetum að kjósendur höfnuðu alfarið Samfylkingunni áfram í meirihluta.


mbl.is Þrengir stöðu Framsóknarflokksins allverulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband