9.6.2022 | 14:49
Gaspur vinnur ekki stríð
Veit ekki hvaða vald hann telur sig hafa, Selenskí, í SÞ. Að hann eigi að ákveða hverjir sitji í hvaða nefndum er frekar hlægilegt.
Svarið við spurningum hans er líka að þessar fullyrðingar standast illa skoðun. Eru Rússar að ráðast á akrana? Eru Rússar að loka á landfluttningsleið í gegnum Rúmeníu eða Pólland?
Nei.
Rússar hafa vit á því að gaspra sem minnst eða jafnvel segja ekkert. Nánast hver einasta fyrirsögn í íslenskum fjölmiðlum inniheldur orðið: "Segja", sem þýðir ekki annað en einhver segir í þessa áttina án allra sannanna (eða bjagar sannleikann).
Hvað gera Rússar, jú þeir hægt að bítandi vinna Donbass héruðinn sem þeir vildu ná til.
Það eru verkin sem tala, ekki gasprið.
N.B. Ég styð hvorugun aðilann.
Vill Rússa úr matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vona að þú áttir þig á því að þegar heilt land á í stríði og berst fyrir sinni eigin tilveru, þá bitnar það á öllum innviðum landsins, frá ríkisstjórn til landbúnaðar:
Margir bændur ganga í herinn og rækta ekki akrana, sprengjur falla og skemma akrana, íbúar flýja og sinna ekki ökrunum, flutningsleiðir um austur-, suður- og jafnvel norðurhluta landsins hafa orðið fyrir árásum og svo mætti lengi telja.
Hafnir Úkraínu eru stórskemmdar, í höndum innrásarliðs eða hvort tveggja. Flutningaskip leggja ekki leið sína til Úkraínu lengur, lestir og flutningabílar eru langflest nýtt í þágu stríðsins.
Íbúar Úkraínu búa við breytta forgangsröðun og ræktun á korni til útflutnings er ekki ofarlega á þeim lista.
Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 11.6.2022 kl. 23:16
Ekki veit ég hvaðan þú færð heimildir þínar en þú lýsir vel af hverju stríðið er algerlegta tapað. Ef landið er ekki að fframleiða neitt þá brauðfæðirðu ekki herinn og ef ekkert er selt af framleiðslunni þá hefurðu ekki tekjur til að stunda hernað. Með öðrum orðum þá er Úkraína komin upp á velferð annarra sem hafa ekki efni á því til lengdar að halda þeim uppi.
Rúnar Már Bragason, 12.6.2022 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.