Segja má að raunveruleikinn mæti alltaf að lokum þegar um atburði er að ræða, sér í lagi ef þeir eru af mannavöldum.
Byrjum á Úkraínu sem heldur áfram í töpuðu stríði og sumir sjá Zelenskí sem einhvern bjargvætt í anda Churchill (sem er í raun glæpsamleg samlíking). Fyrir það fyrsta þá er Úkraína algerlega gjaldþrota og upp á aðra komin sem Bretland var ekki. Íi öðru lagi þá bannaði Zelenskí alla stjórnmálaflokka sem Churchill gerði ekki. Í þriðja lagi þá var ekki spilling afgerandi eins og er í Úkraínu í dag. Í fjórða lagi þá viðrist Úkraínu her nota skóla og almenningsstaði sem herbúðir og þar með gera að skotmörkum (hversu vel vernda þeir íbúana?). Til að bæta enn gráu ofan á svart í Úkraínu þá fara þeir hræðilega illa með fatlaða og virðist ekki vera betra en var í Rúmeníu fyrir þrjátíu árum.
Nei rauveruleikinn í Úkraínu er að stríðið er tapað en eina sem leitast er eftir er að finna leið svo tapið líti ekki illa út.
Í framhaldi af þessu er loftlagsmálin sem sína sig að eru algerlega úti á túni þegar kemur að orkumálum. Lausninar að skipta út jarðeldsneyti eru bara ekki nógu góðar né nógu öflugar. Það tapa allir á að skipta of hratt út. Síðan er frekar auðvelt að færa rök fyrir því að það sé enginn loftslagsvandi sbr. það kemur upp gos á stað sem talinn var kaldur. Þekking okkar á loftslagsmálum er einfaldlega ekki nógu góð til að staðhæfa um vandann. Ísöld varð allt í einu að ofhita á innan við 30 árum.
Covid er líka gott dæmi um lélegar ákvarðanir. Nú hef ég umgengst fjórum sinnum covid smitaða sl. 2 ár án þess að smitast. Nú síðast var ég heila helgi í sömu íbúð og smitaður sem sat meira segja í sama sófa og ég. Samt smitaðiast ég ekki. Þetta segir manni meira um hvað þessar svokölluðu lokunaraðferðir, sóttkví, passar og fleira höfðu afskaplega lítið að segja um smit. Aaffleiðing þessara aðgerða sl. 2 ár koma t.d. vel fram í því sem Páll Óskar kallaði að heyra sömu köllinn og fyrir 30 árum. Af hverju: jú með því að loka öllu þá missirðu af upplýsingum sem koma í gegnum bein samskipti. Virðing í samskiptum fæst ekki nema hún sé stunduð reglulega og því minna sem gert er af því þá eykst hættan á leiðinda samskiptum.
Raunveruleikinn bítur alltaf í skottið á okkur og þess vegna varir ekkert að eilífu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.