Fyrirséð að vextir myndu hækka

Þrátt fyrir að heimilin megi hafa sín hagsmunasamtök þá koma furðulegar yfirlýsingar frá þeim, líkt og með þessa vaxtahækkun.

Vaxtahækkun var alltaf vituð að myndi koma aftur eftir lækkunina. Í þessari frétt les maður tilkynninguna eins og þetta komi svo á óvart.

Verkalýðsfélögin hafa barist fyrir því lengi að afnema verðtryggingu og síðan þegar aukning er á óverðtryggðum þá er það ekki nógu gott heldur. Bjánalegur samanburður á vöxtum við evrópulönd heldur engu vatni. Bjánaleg hugsun um að vextir yrðu alltaf fastir heldur engu vatni heldur. Sá sem lánar pening er ekki að gera það til að gefa pening.

Mörgum finnst ekki í lagi að húsnæði sé inn í vísitölu en á móti þá eiga svo margir húsnæði hér á landi og því talinn þurfa að vera með. Í evrópu eru alls ekki svona margir sem eiga eigið húsnæði. Best er auðvitað að gera tilfærslur sjaldan til að hafa þetta samanburðarhæft.

Fyrir um ári síðan varaði Seðlabankinn við óverðtryggðum lánum að greiðslubyrði gæti hækkað töluvert ef vextir hækkuðu. Í stað þess að sýna skilning þá var bankinn úthrópaður fyrir þetta. Í dag er síðan kvartað yfir hærri afborgunum.

Það er ekki bæði haldi og sleppt í þessu.


mbl.is „Rýtingur í bakið á heimilum landsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið er bara að þetta er röng aðgerð. Að hækka vexti þegar tekinna lána hefur engin áhrif á peningamagn í umferð og getur því ekki stöðvað verðbólguna.

Það sem þarf til ef draga á úr verðbólgunni eru allt aðrar og fleiri aðgerðir en að beita bara þessu eina breiðvirka verkfæri sem vaxtatækið er.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2022 kl. 12:47

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Að hækka vexti á þegar teknu lán hefur einungis með lánveitendur að gera en ekki seðlabankann. Það á að hækka vexti þegar fólk gengur á sparnað og fer að sækjast í lán til að standa undir neyslu sinni og það virðist stefna í það núna. Hvort fyrri vaxtahækkanir hafi eitthvað með það að gera held ég ekki en hins vegar var fasteignamarkaðurinn í bullandi bólu.

Hvort þetta slái á verðbólguna verður að koma í ljós. Gleymum því samt ekki, líkt og eldneytissalar sögðu frá, þá eru fyrirtæki of mikið rekin með háum fjármagnskostnaði (þe. lán til að kaupa vörur til að selja). Haldi þeir áfram slíku óbreyttu þá virka vaxtahækkanir illa. Hins vegar er meira um óverðtryggð lán hjá heimilum svo þau finna strax fyrir vaxtahækkunum sem ætti að slá á neysluna og þar með lækka verðbólgu vegna minni eftirspurnar.

Rúnar Már Bragason, 25.8.2022 kl. 13:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skilvirkasta leiðin til að stöðva verðbólgu er að draga úr peningamagni í umferð. Seðlabankinn er ekki að gera neitt sem dregur úr peningamagni í umferð, það heldur áfram að aukast.

Mjólk og brauð úti í búð mun ekki lækka í verði, hvað þá eldsneyti, þó að greiðslubyrði húsnæðislána þyngist vegna vaxtahækkana, þar er ekkert beint orsakasamband á milli.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2022 kl. 13:31

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er mjög einfalt í kenningu, ómögulegt í framkvæmd:

Ríkið bara afleggur einhverja skatta.  T.d. kolefnisgjald, sykurskatt (matarskattinn), og eldsneytisgjald.

Og voila!  Það snar-dregur úr verðbólgu.

Afnemi þeir VSK þá yrði það strax 20% verð-hjöðnun.  Þvílík kaupmáttaraukning.

Verður aldrei gert.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.8.2022 kl. 17:03

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásgrímur. Skattalækkanir draga ekki úr peningamagni í umferð, heldur þvert á móti auka það ef ekki er dregið til jafns úr ríkisútgjöldum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2022 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband