Uppgjörið við covid

Nú er uppgjörið við covid tímabilið hafið og sífellt kemur betur í ljós að gagnrýni á aðgerðir hafi verið réttmætar. Svo virðist sem lítið hafi verið ígrundað afleiðingar aðgerðar og hversu vel heppnaðar þær hafi verið.

Þannig er lítið talað um rannsóknir á því hversu góðum árangri þessar aðgerir skiluðu í raun. Betra er að þegja þunnu hljóði og láta þetta gleymast. Margir hafa skoðun á bóluefninu sem hefur alls ekki komið í veg fyrir smit og óljóst að hafi í raun minnkað veikindi fólks. Ég tók tvær en hugsaði það meira út frá vinnustað en þörf. Þarf að lifa með því en á móti þá auðveldaði það mér ferð til Hollands um síðustu jól.

Förum aðeins yfir aðgerðir:

Lokanir:

Ljóst er eftir þetta að flest smit áttu sér stað í heimahúsum, næst á karokíbar og þriðja þar sem matur var í almennu rými (þe. ekki borinn fram sérstaklega á diskum fyrir hvern og einn). Þrátt fyrir þessa vitneskju þá var ekki breytt um aðferðir heldur stungið hausnum í sandinn og haldið ótrautt áfram með sömu lokanir.

Árangur lokanna:

Líklega enginn og lítur út fyrir að hafi aðeins frestað smitum, og þar með lengt tímann sem þetta stóð yfir.

Grímur:

Fyrst átti ekki að nota grímur en síðan áttu þær að vera einhver töfralausn. Ég hef aldrei getað séð þá töfralausn enda fólk sem notaði grímur að smitast í hrönnum. Verst fannst mér að þurfa að nota þetta í flugi og kom þá óþarfinn (viðbjóðurinn við að nota svona lengi) í ljós.

Árangur af grímum:

Nákvæmlega enginn.

Fjarlægð:

Vissulega er gott að halda fjarlægð frá smituðum einstaklingi þegar umgengst er til lengri tíma. Hins vegar hefur fjarlægðin engann tilgang þegar farið er út í búð eða höfð takmörkuð samskipti við aðra.

Árangur af fjarlægð:

Enginn því þetta skipti litlu máli varðandi smit

Bóluefni:

Bóluefnin áttu að vera töfralausn sem varð að hryllingslausn. Ekki komu þau í veg fyrir smit og mjög óljóst er hvort að hafi minnkað veikindi að einhverju ráði. Aukaverkanir fá ekki nægt rými í umræðunni og fjölgun dauðsfalla má reyndar rekja einnig til lokanna.

Árangur bóluefna:

Afar takmarkaður

 

Sjálfur hef ég ekki smitast og þeir sem hafa smitast í kringum mig eru flestir þríbólusettir. Ég hef verið 2x á vinnustað þar sem smit komu upp. Smituðust heima og enginn annar smitaðist á vinnustað. Dóttir mín smitaðist, var heima í viku en smitaði ekki mig. Nú um verslunarmannahelgina var í ég í heimsókn fyrir norðan í heimahúsi, heilsuðumst, borðuðum saman, saman í bíl, horðum saman á sjónvarp en samt smitaðist ég ekki.

Er ég ónæmur? Það held ég ekki en staðreynd sem aldrei hefur fengið vægi er að það smitast aldrei allir.

Uppgjörið mun taka langan tíma og aðallega vegna þess að flestir þora varla að tjá sig lengur um líðandi málefni. Það er verulega sorglegt.


mbl.is Segir sóttvarnir í faraldrinum á veikum grunni byggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú ert mjög sanngjarn og hófsamur í gagnrýni þinni. Köfum aðeins dýpra:

- Það var í lagi að versla mat og áfengi í fjölmennum verslunum en ekki að sitja einn með hárgreiðslumanni- eða konu og láta klippa hárið á þér

- Það var vitað frá upphafi að skólalokanir voru óþarfar en samt var farið í þær

- Útiæfingar í íþróttum ekki í lagi en full Laugardagshöll af fólki með beran upphandlegg í lagi

- Snertismit voru fyrir löngu afgreidd sem lítil hætta, jafnvel engin, en samt var t.d. sjúkraflutningamönnum gert að sótthreinsa allt hátt og lágt eftir "COVID-flutninga" sem jók töluvert álag á þessa stétt

Trúverðugleikinn er líka farinn. Apabóluhræðslan ætlar lítið að skjóta rótum og hvað þá með tómataflensuna, fuglaflensur og allt annað sem okkur er sagt frá í grafalvarlegum fréttum. 

Þegar þeir berja í trommur í haust til að reyna hræða okkur þá er mikilvægt að standast pressuna. 

Geir Ágústsson, 30.8.2022 kl. 12:55

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk fyrir Geir, alveg rétt hjá þér. Full hófsamur og gætum alveg bætt við að enn þarftu að vera bólusettur til að komast til USA og öll geðrænu vandamálin sem koma í ljós þessa dagana.

Rúnar Már Bragason, 30.8.2022 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband