16.9.2022 | 16:24
Munu þessar upplýsingar breyta aðferðum Hafró?
Er alveg viss um að þessar upplýsingar munu ekki breyta nokkru fyrir Hafrannsóknarstofnun og aðferðir hennar við að mæla magn fisk í sjónum. Hef lesið um merktan þorsk sem fór frá suðurlandi og norður fyrir Snæfellsnes á hálfum mánuði.
Aðferð Hafró er enn að mæla út frá afmörkuðum svæðum og gerir ekki ráð fyrir slíkum hreyfanleika fiskitegunda. Er ómögulegt að gera ráð fyrir því í aðferðafræðinni? Ég er ekki fiskifræðingur en slíkar áleitnar spurningar hljóta samt að eiga rétt á sér.
Málið með stofnaninir er að þær koma sér upp aðferðum, sem oft eru á vísindalegum grunni. Hins vegar stunda þær ekki vísindi í þeirri merkingu að bæta aðerðir eða þróa. Það er ekki hlutverk stofnanna. Þess vegna ríghalda þær í sömu aðferðir þrátt fyrir augljósa vankanta.
Það sem er mest truflandi, og var mjög áberandi í Covid svokölluðum vísindum, er að vísindi geta ekki svarað fyrr en eftir ákveðinn tíma. Þangað til eru þetta ágiskanir og það á við um þegar kvóti er ákveðinn. Kvóti er sem sagt ágiskun um veiðanlegt magn fiskitegunda en segir afar lítið um hversu mikið magn fiskitegunda er í sjónum kringum landið.
Ég er ekki hlynntur sóknarkerfi því þá myndu einungis fáir stunda veiðar. Hins vegar eftir 40 ár að kvótakerfi er ekki kominn tími til að uppfæra aðferðir og nálgast þetta á öðrum grunni?
Veiddu grálúðu með 2.600 kílómetra að baki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekkert nýtt við það að fiskur, til að mynda þorskur, syndi frá Grænlandi á Íslandsmið.
6.9.2010:
"Hrygningarstofn þorsks stækkaði úr 220 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn frá byrjun síðasta árs til upphafs yfirstandandi árs.
Rúmlega helminginn af aukningunni, eða 50 þúsund tonn, má rekja til þorsks sem gengið hefur frá Grænlandi til Íslands."
Grænlandsganga skilaði 50 þúsund tonnum
mbl.is, 4.6.2010:
"Um er að ræða þorsk sem hefur klakist út við Ísland en borist með straumum til Grænlands og vaxið þar upp en syndir síðan á ný til Íslands.
Slíkar Grænlandsgöngur hættu á hafísárunum undir aldamótin vegna þess að uppvaxtarskilyrði við Grænland voru slæm en eftir að sjórinn við Grænland tók að hlýna á ný hafa aftur skapast skilyrði svo þorskur geti dafnað þar."
Og uppsjávartegundir ganga á milli fiskveiðilögsagna í Norður-Atlantshafi, loðna, norsk-íslensk síld, makríll og kolmunni.
"Einkenni margra uppsjávarfiskistofna eru miklar göngur og oft dramatískar breytingar á útbreiðslu eftir umhverfisaðstæðum."
Sum ár veiðist til að mynda engin loðna hér við Ísland en önnur ár gríðarlegt magn.
Norsk skip hafa til að mynda fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu við Jan Mayen.
Hafrannsóknastofnun stundar alls kyns rannsóknir á fiskistofnum allt í kringum Ísland og einnig langt frá landinu.
Rannsóknastofnanir annarra ríkja við Norður-Atlantshafið stunda að sjálfsögðu einnig rannsóknir á fiskistofnum á þessu hafsvæði og rannsóknastofnanir allra ríkjanna bera saman bækur sínar við til að mynda veiðiráðgjöf.
Þorsteinn Briem, 16.9.2022 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.