19.9.2022 | 16:26
Myndin með fréttinni sýnir vel náttúruspjöllin
Að náttúruverndarsamtök skuli ekki hrópa upp yfir sig yfir þessu vindmylluáformum er algerlega óskiljanlegt. Myndin sýnir svo vel náttúruspjöllin sem af þessu hlýst. Í fyrsta lagi þá eru rafmöstur í bakgrunni sem virka smá miðað við þessar vindmyllur og þótt séu í bakgrunni þá er alveg hægt að átta sig á stærðarhlutföllum.
Í annan stað sést að það þarf að leggja veg að hverri og einni vindmyllu. Þannig sé ætlunin að leggja undir sig 1 eða fleiri hektara þá er verið að ýfa upp megnið af landinu og eftir situr spurningin, er það afturkræft?
Mengun af vindmyllum og hversu vel gefur af sér orku er önnur umræða en miðað við vatnsvirkjanir þá tapa þær alltaf. Þessar mótbárur við vatnsaflsvirkjanir er mjög skrýtið líka því einn dalur sem fer undir hefur ekki svo mikil áhrif á landsvæði sé stífla tekin. Vindmyllur hins vegar þurfi veg að hverri og einni þannig að rask á landi er mun meira í raun. Hvar er öll náttúrúverndasamtökin? Misstu þau málið?
Vonandi verður ekkert úr þessum óskapnaði hér á landi.
Kynna áform um vindorkuver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með skipulagsbreytingar vegna stórra vindorkuvera þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar."
Og ef bæði vinstrimenn og hægrimenn hér á Klakanum eru almennt á móti vindmyllum er hér varla um vandamál að ræða.
Stórar vatnsaflsvirkjanir hér á Íslandi eru yfirleitt byggðar við miklar jökulár, þannig að miðlunarlónin fyllast af jökulleir, til að mynda við Kárahnjúka.
"Kárahnjúkavirkjun sér álveri Alcoa í Reyðarfirði fyrir raforku og virkjaðar voru jökulár Vatnajökuls: Jökulsá á Dal (Jökulsá á Brú), Jökulsá í Fljótsdal, Kelduá og þrjár þverár hennar."
Vindmyllur er hins vegar auðvelt að taka niður og jafna út vegarslóðana sem hafa verið lagðir að þeim, þannig að þær framkvæmdir eru afturkræfar.
Vegaslóðar eru einnig lagðir þegar raflínumöstur eru reist og þau eru nú víða hér á Íslandi.
"In 2019, wind power surpassed hydroelectric power as the largest renewable energy source generated in the U.S."
Wind power in the United States
"As of 2019, nuclear energy accounted for 26 percent of the electricity generated in the European Union, compared with 19 percent for natural gas, 17 percent for coal, 13 percent for wind, 12 percent for hydro, 5 percent for biofuels, and 4 percent for solar."
Vindorka, vatnsorka og sólarorka var því samtals 29% af raforkuframleiðslunni í Evrópusambandinu árið 2019 og vindorkan var þá orðin meiri en vatnsorkan.
"Renewable energy sources include wind power, solar power (thermal, photovoltaic and concentrated), hydro power, tidal power, geothermal energy, ambient heat captured by heat pumps, biofuels and the renewable part of waste."
"The European Wind Energy Association (now WindEurope) has estimated that 230 gigawatts (GW) of wind capacity will be installed in Europe by 2020, consisting of 190 GW onshore and 40 GW offshore.
This would produce 14-17% of electricity in the European Union, avoiding 333 million tonnes of CO2 per year and saving Europe 28 billion euro a year in fuel costs.
Research from a wide variety of sources in various European countries shows that support for wind power is consistently about 80 per cent among the general public."
Wind power in the European Union
"Denmark was a pioneer in developing commercial wind power during the 1970s, and today a substantial share of the wind turbines around the world are produced by Danish manufacturers such as Vestas and Siemens Wind Power along with many component suppliers.
In Denmark electricity sector wind power produced the equivalent of 47% of Denmark total electricity consumption in 2019, increased from 43.4% in 2017, 39% in 2014, and 33% in 2013.
In 2012, the Danish government adopted a plan to increase the share of electricity production from wind to 50% by 2020, and to 84% by 2035.
Denmark had the 4th best energy architecture performance in the world in 2017 according to the World Economic Forum, and the second best energy security in the world in 2019 according to the World Energy Council."
2.10.2020:
"Pólverjar vilja freista þess að vera sem mest sjálfum sér nógir um raforku en í því sambandi hafa þeir hrundið í framkvæmd áætlun um að virkja vindinn í Eystrasalti.
Í fyrradag var undirritað samkomulag sem felur í sér náið samstarf nær allra landa á Eystrasaltssvæðinu í orkumálum og tilraunir til að draga úr skaðlegum útblæstri.
Þýskur þingmaður á Evrópuþinginu segir yfirlýsinguna eiga eftir að stórauka fjárfestingar í endurnýjanlegri orkuframleiðslu í Mið- og Austur-Evrópu.
Aðild að samstarfinu eiga Danir, Svíar, Finnar, Eistlendingar, Lettar, Litháar og Þjóðverjar."
24.8.2019:
"Sex vísindamenn og fjórir sérfræðingar á sviði orkumála hafa komist að þeirri niðurstöðu að í Evrópu sé pláss fyrir 11,6 milljónir vindmylla sem gætu framleitt 139 þúsund teravattstundir á ári, eða 497 exajoule, sem myndi mæta allri áætlaðri orkuþörf jarðar árið 2050, sem talin er verða 430 exajoule.
Þetta kemur fram í vísindagrein sem birt hefur verið á vef Science Direct og í tímaritinu Energy Policy.
Tilgangur greinarinnar er ekki að leggja til að þessum fjölda vindmylla verði komið fyrir í Evrópu, heldur að kortleggja mögulega framleiðslugetu vindorku, einkum á landi.
Greinin er rituð með hliðsjón af markmiði Evrópusambandsins um að koma fyrir 100 þúsund vindmyllum fyrir árið 2050."
Hægt að mæta allri orkuþörf heimsins með vindorku
Þorsteinn Briem, 19.9.2022 kl. 21:01
Staðleysurnar sem þú ferð með Þorsteinn eru varla svarverðar en verð samt að reyna.
1. Vindmyllur eru afturkræfar - Nei því það þarf að steypa þær niður svo haldist uppi og þetta er dýpra en venjulegur húsagrunnur. Spurðu sjálfan þig af hverju tók heilan dag að reyna að sprengja niður vindmyllu í Þykkvabæ?
2. Hægt er að mæta allri orkuþörf heimsins með vindmyllum - af hverju kaupa danir þá orku af norðmönnum? Vegna þess að vindmyllur gefa ekki nógu stöðuga orku.
Sem sagt staðleysur hjá þér. Vindmyllur leysa engan vanda og fyrir utan það eru mun meira mengandi en vatnsorkuvirkjanir.
Rúnar Már Bragason, 19.9.2022 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.