21.9.2022 | 10:30
Vindmyllu gullgrafarar
Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað um vindmylluverkefni á vesturlandi, aðallega er verið að tala um Dalabyggð.
Í uppsetningu er passað vel að tala einungis um arð sem á að vera um 1 miljarður á ári og skapa góðar skatttekjur fyrir sveitafélagið og ríki. Eru þó heiðarlegir og gera ekki ráð fyrir nema 25 ára líftíma og 800 vindmyllum.
Þá vaknar auðvitað sú spurning - hvað þurfa 800 vindmyllur mikið landsvæði? Það fylgdi ekki fréttinni (messunni) eða annarri spurningu - hvað gerist eftir 25 ár? Hver ætlar að rífa þetta niður og hvernig verður landslagið á eftir?
Ekki veit ég nákvæmlega hvað vindmylla þarf marga fermetra en ef við gerum ráð fyrir 10 fermetrum þá væru 10 vindmyllur einn hektari sem myndi þýða 80 hektarar fyrir 800 vindmyllur. Í samhengi er það 1/4 af landsvæði höfuðborgasvæðisins. (Fyrirvari með þessa útreikninga því hef ekki nóga vitneskju til að standa undir þeim).
Jafnvel þótt helmingi útreikninga þá er þetta ansi stórt landsvæði og er það afturkræft? Er gert ráð fyrir í arðsemisútreikningum að taka þetta niður? Athugið það að vatnsaflsvirkjun að þá er líftíminn settur 100 ár og að miklu leyti afturkræft.
Að lokum má nefna sjón- og heyrnarmengun, ásamt fugladauða og landsvæðið er lokað allan tímann.
Þessi gullgrafar ættu að leita sér að einhverju öðru.
Athugasemdir
Um tvær klukkustundir tók að fella stóra vindmyllu í Þykkvabænum í gær en hversu langan tíma tæki að afmá öll ummerki um til að mynda Kárahnjúkavirkjun?
Þegar skipta þarf um vindmyllur eru þær gömlu einfaldlega felldar og nýjar reistar í staðinn, rétt eins og gert er í Þykkvabænum.
Flestar stórar vatnsaflsvirkjanir hér á Íslandi eru reistar við jökulár, þannig að miðlunarlónin fyllast af jökulleir og þessar virkjanir eru því langt frá því að vera afturkræfar.
Og hægt er að slétta úr vegaslóðum að vindmyllum, rétt eins og vegaslóðum við raflínumöstur, sem eru nú víða hér á Klakanum.
Þar að auki er hægt að leggja raflínur í jörð.
Raflínur í jörð - Einfaldlega hagkvæmast
Vindmyllur hér á Klakanum yrðu nú ekki allar á sama stað og engin þörf er á að reisa vindmyllur uppi á fjöllum.
Best er að reisa vindmyllur hér á vindbörðum stöðum sem fáir sjá, enda landrýmið nóg og Ísland er í 239. sæti í heiminum hvað snertir þéttibýli landa, með tæplega fjóra íbúa á hvern ferkílómetra.
Og á hálendi Íslands er hægt að ganga í marga daga án þess að sjá nokkurn mann.
Þar að auki berst ekki óþægilega hátt hljóð frá stórum vindmyllugörðum.
The sound of wind farms - Video
"The number of wind turbines depends on how large the site is." "For a 500 kW wind turbine this means 250 metres apart, and for a 2.5 MW wind turbine it is 410 metres.
You can see from this that you need a lot of available land to host several wind turbines, but provided you have a site with the space, the land between the wind turbines can still be used for farming etc. with effectively zero impact from the wind turbine."
Location and size of wind turbines
"In 2019, wind power surpassed hydroelectric power as the largest renewable energy source generated in the U.S."
Wind power in the United States
Allt að fimm þúsund sinnum fleiri fuglar drepast í Bandaríkjunum vegna bifreiða en vindmyllna, fimmtíu þúsund fleiri vegna bygginga og 185 þúsund fleiri vegna katta.
mortality
(in millions)Estimated
deaths
(per GWh)
Environmental impact of wind power
Þorsteinn Briem, 21.9.2022 kl. 16:04
Þetta er voða einfalt hjá þér Þorsteinn enda fallinn fyrir messuræðunni um hvað þetta eigi að vera gott. Já það tók 2klst að fella eina vindmyllu en þá átti eftir að taka burt festingarnar. Hvernig þú ætlar fella eina vindmyllu í miðjum vindmyllugarði væri gaman að sjá. Hins vegar að fella 800 vindmyllur tekur 1600 klst. sem eru 66 dagar.
Þessar hugmyndir sem talað var um í Morgunblaðinu á að setja upp í fjallshlíðar. Ein hugmyndin er upp á fjalli í Hvalfirði.
Hljóðin snúast ekki um beinan hávaða heldur verður var við einhver hljóð en skynjar ekki beint hvaðan kemur. Þessi hávaðabrenglun virðast margir taka eftir og finnst óþægileg. Erfitt að lýsa þessu en myndband er engin sönnun um hljóðleysi vindmyllugarða.
Raflínur í jörð eyðileggur jarveginn algerlega þar sem það er sett og er óafturkræft.
Vindmyllur eru mjög mengandi og langt frá því að vera lausn í raforkumálum.
Rúnar Már Bragason, 21.9.2022 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.