Gott dæmi um áróður af annars ágætu fordæmi

Í fréttinni segir að jökullinn hopaði um 37 metra en eitt árið hopaði hann um 110 metra. Með fyrirsögninni er verið að gera meira úr heldur en efni standa til. Það er ekkert annað en lævís áróður og verið að segja hlutlægt frá efninu. Það er nefnilega gott fordæmi að mæla breytingar á landslagi en alveg hægt að segja frá því án áróðurs.

Því miður er þetta of algengt á mbl.is og læðist einnig inn í Morgunblaðið í dag þótt í minna mæli sé. Er það vegna þess að fáir myndu klikka á fyrirsögnina ef þar stæði mælingar á hopi Sólheimajökuls?

Er lifibrauð þeirra sem segja frá að fá smelli en ekki vera með frásögn. Þannig eru ansi margar fyrirsagnir sem byrja á: Segir að ... sem auðvitað er ekkert annað en skoðun einhvers. Nýjasta eru lýsingarorð í sterkustu mynd.

Gallinn við svona birtingamyndir t.d. sterkustu lýsingarorð að þegar þau eiga við þá missa þau marks vegna þess hversu oft er búið að plata þig. Líklega komust fjölmiðlar svona langt í Covid vegna þess að fólk var ekkert að lesa umfram fyrirsögnina og lét því plata sig.

Frekar grunnhygginn heimur sem les bara fyrirsagnir.


mbl.is Sólheimajökull hopaði um 110 metra á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum og niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 27.9.2022 kl. 12:01

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Fjöldi vísindamanna segir ekkert til um hvort þeir hafi rétt fyrir sér. Þú trúir á manngert veðurfar, ég geri það ekki.

Finnst samt að blaðamenn geti alveg setið á sér og sagt frá hlutum án þess að vera hlutdrægir.

Rúnar Már Bragason, 27.9.2022 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband