30.9.2022 | 14:59
Almennings letjandi samgöngur
Er sammála því að niðurgreiðsla rafbíla er út í hött og fer verr með göturnar heldur en jarðeldneytisbílar vegna þess að þeir eru þyngri og það mun þyngri. Þannig að nefn niðurgreiðsla sem munar um 7 miljörðum er í raun meiri vegna slita á götum.
Í annan stað er þetta almenningssamgöngukerfi með strætó algerlega handónýtt og hefur alltaf verið. Fyrir það fyrsta þá er alltaf verið að miða við að 101 sé endastöð flestra í stað þess að miða við allt höfuðborgasvæðið sé að fara á milli hverfa. Þeir sem fara Kópavogi og vilja í Selás þurfa að taka 3 vagna. Sama leið í bíl tekur ca 10 mínútur en vegna stöðugra vagnaskipta þá ertu frá 30-45 mínútur. Segir sig sjálft að slík tímasóun er eitthvað sem fáir sækjast eftir.
Skoðum aðeins betur og hugum að framhaldsskólum því það er stór markhópur. Margir Kópavogsbúar sækja FG en að taka strætó er ekki það skemmtilegasta, sér í lagi ef skipta þarf um vagn. Biðin á milli vagna getur lengst, og gerir það ansi oft, vegna þess að leiðin sem keyrir framhjá FG seinkar svo oft. Af hverju, jú vagninn sem keyrir framhjá FG þarf fer frá Garðabæ og upp í Grafarvog. Þræðir leið þar sem umferðateppa er algeng.
Eftir stendur af hverju þarf vagn að fara frá Garðabæ og alla leið í Grafarvog? Eru svo margir sem fara alla leið? Væri kannski nóg að keyra í Mjóddina og til baka, þeir sem fari áfram taki síðan annan vagn í Grafarvog.
Leiðarkerfið er uppfullt af svona fáránlegum akstursleiðum því kerfið gerir of mikið ráð fyrir að getir farið ákveðnar leiðir í 1 vagni í stað þess að skipta á leiðinni. Skilvirkni kerfisins er því svo léleg að flestir framhaldsskólanemendur taka bílpróf og koma á bíl um leið og þeir geta.
Í annan stað má spyrja sig líka hvort tekjumódelið sé ekki of þungt í vöfum. Ef tökum dæmi frá Hollandi þá virkar kerfið þannig að þú skannar þig inn og líka þegar þú ferð út. Síðan er ertu rukkaður í samræmi við það. Sett er lágmarksgjald og svo er notkun skoðuð. Þannig er hægt að nota allar dyr til að fara inn og flýta þar með inngöngu í vagninn á álagstímum. Víst borgarlínufantasían er svo upptekin af Hollenskri fyrirmynd af hverju taka þeir ekki þetta til fyrirmyndar?
Með þvi að tímasetja betur skiptingar milli hverfa þá væri kannski smá von um aukningu á þessum fararmáta.
Einn milljarður í Strætó og níu í rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Nissan Leaf er mesti seldi rafbíllinn í Evrópu og 3 tegundir Nissan Leaf 2020 eru 1.605-1.790 kg."
"The U.S. Environmental Protection Agency states that the average weight of a car in 2018 was 4,094 pounds [1.857 kg.]"
Og rafbílar eru mun ódýrari í rekstri en bensínbílar. "Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.
Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundraða.
Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.
Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli."
Þorsteinn Briem, 28.12.2013:
""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi."
Raforkukostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetrann.
"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka," segir Halldór Jónsson."
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan Leaf þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.
Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.
Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.
"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."
Nissan Leaf 2013
Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.
Þorsteinn Briem, 26.3.2013:
"Rafbíllinn Tesla Roadster eyðir einni hleðslu, 7,2 kílóvattstundum, frá Reykjavík til Akureyrar á 80 kílómetra hraða á klukkustund fyrir 68 krónur á taxta Orkuveitu Reykjavíkur, 1,51 kílóvattstund á klukkustund 382ja kílómetra vegalengd.
Tesla Roadster fer 388 km. á einni hleðslu
VW Polo BlueMotion, sem var valinn bíll ársins 2010, eyðir einungis 3,3 lítrum á hundraðið og er sparneytnasti og umhverfisvænsti fimm sæta bensínbíllinn í heiminum. Hann eyðir því 12,6 lítrum af bensíni á milli Reykjavíkur og Akureyrar, sem kosta nú 2.330 krónur, eða 34 sinnum hærri upphæð en rafhleðsla Tesla Roadsters á þessari leið.
Bensín á nýjan 2,2ja milljóna króna bíl kostar hér að meðaltali 172.800 krónur á ári, miðað við 40 kílómetra akstur a dag og 144 krónur fyrir lítrann af bensíni, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).
En nú kostar lítrinn 185 krónur og miðað við þá upphæð og 30 kílómetra akstur á dag að meðaltali þyrfti að kaupa bensín á VW Polo BlueMotion fyrir að minnsta kosti 166.500 krónur á ári.
Og 34 sinnum lægri upphæð í kaup á raforku fyrir Tesla Roadster er fimm þúsund krónur á ári, 14 krónur á dag, eða 10% af raforkukaupum meðalfjölskyldu á ári.
VW Polo Bíll ársins 2010
Meðalfjölskylda notaði hér á Íslandi 4.400 KWh af rafmagni árið 2008 fyrir 52.400 krónur, eða 144 krónur á dag, sem er um 30% lægra verð en árið 1997, en verð á raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur til heimilisnota er nú 9,49 krónur fyrir kílóvattstundina.
Í febrúar 2012 var innkaupsverð á bensíni hér á Íslandi um 94,50 krónur, flutningur, tryggingar og álagning um 32,40 krónur, fast kolefnisgjald 5 krónur, fast bensíngjald samtals um 64 krónur og virðisaukaskattur um 50 krónur.
Í ágúst 2007 var innkaupsverð á bensíni um 34,40 krónur en í febrúar 2012 um 94,50 krónur, tæplega þrisvar sinnum hærra en í ágúst 2007.
Bensín kostaði hér á Íslandi um 120,70 krónur í ágúst 2007 en um 245,90 krónur í febrúar 2012, 104% eða tvisvar sinnum meira en í ágúst 2007.
Og alls var flutt hér inn bensín á bíla fyrir um 11,5 milljarða króna (CIF-verð) árið 2008.
Cif-verð (Cost, Insurance, Freight) = fob-verð að viðbættum kostnaði sem fellur á vöruna þar til henni er skipað upp í innflutningslandi.
Hávaðamengun og loftmengun vegna bensínbíla kostar einnig mikið fé.
Loftmengun í Reykjavík er aðallega vegna bílaumferðar, hljóðmanir hafa verið reistar og Reykjavíkurborg hefur styrkt eigendur húsnæðis við Hringbrautina til að kaupa þykkra rúðugler vegna hávaða frá umferðinni."
Verð á gasi, raforku og bensíni í Evrópusambandsríkjunum er mjög mismunandi, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.
Þar að auki hefur verð á öllum þessum orkugjöfum hækkað, ekki einungis verð á raforku.
Og verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi er með því hæsta í heiminum, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins.
Fuel prices in Europe in August 2022
"The average UK household electricity price is at least 30 per cent higher than in many of its European neighbours."
Ódýrara er að hlaða rafbílana á nóttunum í Evrópusambandsríkjunum, þegar raforkunotkun heimila og fyrirtækja er minnst, og þar hafa verið settir upp snjallmælar á heimilum til að fylgjast með raforkunotkuninni.
Þorsteinn Briem, 30.9.2022 kl. 18:37
Furðulegt Þorsteinn hvaðð þér tekst illa að halda í efni pistilsins sem er um strætó en ekki rafbíl. Að einni staðhæfingu þinni sem er að bílinn mengi mest í Reykjavík en það vill samt svo til að þegar mesta rykið er þá kemur það í austanátt þegar sandurinn af suðurlandi blæs yfir svæðið.
Rúnar Már Bragason, 30.9.2022 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.