2.10.2022 | 11:44
Rétturinn til að efast
Rakst á þessi skrif á frettin.is þar sem fjallað er um Skrif Ernu Ýr að Mannlíf leyfi henni ekki að efast. Sem betur fer hefur hún bein í nefinu og vill halda áfram að leyfa sér að efast. Sífellt fleiri skrif í fjölmiðlum eru á þessa leið að ráðist er á einstaklinginn en ekki málefnið. Svipað ferli á sér stað oft í athugsemdum þrátt fyrir að reynt sé að minnka það.
Rétturinn til að efast er grundvöllur gagnrýninnar hugsunar og sá grunnur sem skapaði vísindi. Til að vísndi virki almennilega þá þarf að efast um að ákveðna niðurstöðu og ekki gera ráð fyrir að hlutirnir séu á einn veg. Síðustu ár hefur sífellt aukist að við eigum ekki að efast um það sem er sett fram í fjölmiðlum, líkt og það sé einhver heilagur sannleikur.
Þannig vaða uppi furulegar staðhæfingar í greinum, sem eiga að teljast sannleikur, og við eigum ekki að efast um innihaldið. Sem betur fer er enn til fólk sem efast og ætla rétt að vona að því fjölgi.
SVo við vitnum í orð Nelson Mandela er hann sagði að þeir gætu læst mig inni en þeir fá ekki stjórn á hugsunum mínum.
Mér líður eins og áróðursmaskína nasista í seinni heimstyrjöldinni sé bara lítið peð miðað við áróður nútímans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.