Þjóðernishyggja notuð í áróðri

Í þessari frétt er verið að nota þjóðernishyggju í áróðri til að lýsa yfir hvað andstæðingurinn er vondur. Burt séð frá þessum sem fögnuðu þá virðast þeir nú ekki vera margir né heldur að almennt sé fólk að fylla götur af fögnuði.

Einhvernveginn hafa glóbalistar yfirtekið hugtakið þjóðernishyggju og nota óspart í áróðri, ekkert ósvipað og hugtakinu lýðræði. Þannig hallmæla þeir hugtakinu dags daglega en það má nota það þegar hentar.

Í Morgunblaðinu í dag var viðtal við Línu Guðlaugu Atladóttur sem hefur skrifað bók um Kína og íbúa þess. Hún segir þessi orð um þjóðernishyggju (kallar það þjóðernisrembing): "... þjóðernisrembingi hafa vaxið fiskur um hrygg í Kóna, eins og víðar, og gegn þeirri þróun verði að berjast með öllum tiltækum ráðum enda þurfi Kína á Vesturlöndum að halda og öfugt." "Það þrífst engin þjóð í efnahagslegu tómarúmi.""

Svona tala glóbalistar sem rugla saman hlutunum og halda að þjóðernishyggja (þjóðrembingur (sic)) feli í sér að loka af landi eða svæði. Þegar hún hyllir Kína þá er það þjóðernishyggja alveg eins og þegar fólk flykkist á bakvið landsliðið í alþjóðakeppnum.

Þjóðernishyggja snýst um að upphefja umhverfi sitt sem snýr að stærra landsvæði en svæðið þar sem búið er. Í raun er þjóðernishyggja hvorki neikvætt né jákvætt orð heldur lýsing á því sem hópur fólks getur samið um að því þyki heillandi. Alveg eins og þessi íbúar Kerson sem fagna brottflutningi Rússa og kenna sig við þjóðernishyggju Úkraínu.

Það væri óskandi að fræðimenn hættu að pólitíkesera hugtök í neikvæðri merkingu og færu að nota þau hlutlægt til að lýsa hlutum. Hugtakið popúlismi er víða notað með þjóðernishyggju í neikvæðri pólitískri merkingu þrátt fyrir að í raun séu oft á tíðum einungis verið að beina sjónum að landi en ekki að öllum heiminum. Hvað er svona neikvætt við það?


mbl.is Úkraína fagnar endurheimt Kerson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband