21.11.2022 | 12:41
Stofnanalýðræði
Á íslandi er talað um að við búum við fulltrúalýðræði en nær væri að tala um stofnanalýðræði. Þessi ráðstefna lýsir vel stofnanalýðræði. Frá Íslandi fóru um 40 manns og nánast enginn af þeim var kosinn fulltrúi landsins. Með öðrum orðum að fullt af fólki á að ákveða framtíð þjóða án þess að bera neina ábyrgð á því.
Stofnanalýðræði hefur heltekið vesturlönd og sett þau í spennitreyju. Mantran á bakvið það er "...vísindin segja", "vísindi sérfræðinga" o.s.frv. Að fólki finnist í lagi að stefnumótun lífs þeirra sé ákveðin af fólki sem þarf síðan enga ábyrgð að bera, ætti ekki að vera samþykkt. Þeir fulltrúar sem mæta (og að nafninu til bera ábyrgð) fela sig yfirleitt á bakvið fyrrnefndar möntrur.
Kosnir fulltrúar í dag er ekkert annað en puntdúkkur sem hafa lítið fram (ef eitthvað) að færa. Jafnvel þótt árunum fjölgi í ráðuneyti þá virðist lítið auka koma frá þessum fulltrúum. Stofnanalýðræðið elskar t.d. Reykjavíkurborg. Hafandi borgarstjóra sem kemur nánast einungis fram þegar hann þarf að brosa og segja frá einhverju jákvæðu. Sendir síðan varaskeifur síðan til að fjalla um erfiðu málin. Þannig hafa stofnanir Reykjavíkurborgar margfaldast í valdatíð núverandi borgarstjóra en á sama tíma eru leikskólakennarar alltof margir. Hér áður fyrr var talað um að reka skúringakonuna þegar allt var komið í vitleysu.
Stofnanalýðveldi hugsar ekki í skilvirkni. Með því að segja að of margir leikskólakennarar séu þá skjóta þeir sig algerlega í fótinn. Í hvert sinn sem leikskólakennari vinnur þá geta tveir aðrir (mögulega 10 því hver kennari er skráður fyrir 5 börnum) skilað vinnu á sama tíma en lenda í vandræðum ef leikskólakennarinn er látinn fara. Hins vegar ef einn skrifstofu starfsmaður er látinn fara þá hefur það engin áhrif á aðra starfsmenn. Hvort ætli sé skynsamara fyrir þjóðfélagið að segja upp skrifstofustarfsmanninum eða leikskólakennaranum?
Annað dæmi um stofnanalýðræði yfirtekur alla skynsemi varðandi málaflokk er sjávarútvegur. Þar eru tvær stofnanir í stóru hlutverki, Hafrannsóknir og Fiskistofa. Hafrannsóknir voru mótaðar fyrir um 50 árum og tekið smá breytingum með tímanum. Þessar aðferðir eru rómaðar af ráðherrum og fyrrverandi ráðherrum sem yfirleitt samþykkja niðurstöður rannsókna þess. Raunin er samt sú að líklega eru 3 einstaklingar sem ákveða kvóta hvers árs. Fullt af fólki rannsakar en einungis örfáir ráða hvað má. Er það mjög lýðræðislegt?
Fiskistofa er hin stofnunin sem hefur eftirlit með fiskveiðum og þeim virðist óskaplega í nöp við litlar útgerðir og smábátasjómenn. Sem dæmi er vigtun mun strangari og allt eftirlit (drónar að fylgjast með bátum). Þar virðast skip sem fara lengra út, eru stærri og útgerðir stærri fá mun betra svigrúm. Þetta er það sem maður heyrir og kannski ekki alveg marktækt. Samt má fólk sem stjórnast af tilfinningum með loftslagsmál segja hvað sem er, hvernig má réttlæta það?
Hugmyndafræði stofnanalýðræðis er að viðhalda stofnun en ekki þjóðfélagi. Þar er lagt upp með: Ég um mig frá mér til mín. Oft í nafni einhvers göfugs málstaðar sem oftast snýst um laun einstaklinga en ekki málstaðinn.
Þriðja dæmið um stofnanlýðræði er að stjórnmálaflokkar séu á ríkisstyrkjum, fjölmiðlar og ýmiss sérhagsmunasamtök. Með þessu má segja að allt að 2/3 vinnandi fólks sé á einn eða annan hátt undir einhversskoanar ríkisfjármálum. Það segir sig sjálft að ekkert þjóðfélag stendur undir því, spyrjið bara hvernig fór fyrir Sovétríkjunum.
Stofnanalýðræði er hægt og bítandi að drepa vesturlönd. World Economic Forum samtökin eru gott dæmi um samtök sem vilja auka enn stofnanlýðræði (og helst taka yfir). Stærsta vandamálið (og það sem vonandi minnkar stofanalýðræði) er enginn tekur ábyrgð. Þegar enginn er leiddur til ábyrgðar þá stefnir í stjórnleysi þar sem kúgun mun aukast.
Berjumst gegn stofnanalýðræði.
Hvað gerðist á COP27? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.