Hið ósagða um vindmyllur

Flestar fréttir af vindmyllum eru settar fram á frekar jákvæðan hátt. Þær eigi að skapa mikið rafmagn og yfirleitt ósagt allt það neikvæða sem þeim fylgir (eða gert eins lítið úr og hægt er).

Stöð2 sagði frá frétt frá Færeyjum. Textinn er frekar jákvæður en með myndefninu sést vel eyðilegging lands og erfiðleikar við að koma þessu upp.

Þannig sést vel vegur á milli allra vindmylla í þyrpingu (lundur er rangnefni). Það þarf krana á hverja og eina til að koma þessu upp. Hann er auðvitað færður á milli en eftir því sem vindmyllum fjölgar í þyrpingu þá lengist tíminn við að koma þessu upp. Það þarf stjórnstöð og auðvitað rafmagntengingar frá staðnum. Við það bætist að til að koma þessu á staðinn þurfa vegirnir að hafa ákveðinn styrk. Það þýðir að sé t.d. sett upp á fjalli þá þarf að setja vel styrktan veg upp á fjallið sem auðvitað er ekki tekinn aftur.

Eftir stendur spurningin: Hver borgar veginn? Hver borgar ef styrkja þarf þjóðvegina til að koma ferlíkjunum á staðinn?

Fyrir 25 ára líftíma er þetta fullmikil mengun þegar hægt er að gera vatnvirkjun með mun minni mengun og lengri líftíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband