20.12.2022 | 10:04
Skattakóngurinn Bjarni
Fjármálaráðherrann segist alltaf stefna að því að lækka skatta en þegar ferill hans er skoðaður þá í raun lækkar hann ekki skatta. Bjarni stóð fyrir lækkun á staðgreiðslu skatta en gerði það með tilfærslum. Á móti voru hækkaðir aðrir skattar og persónuafsláttur lækkaður. Um þessi áramót þá sá Bjarni ekki fært að hækka greiðslu af tómum dósum og flöskum um tvær krónur vegna þess að það hækkaði verðbólguna. Hins vegar er í lagi að hækka eldsneyti um 8 kr. Bjarni þarf að fara aftur í skóla held ég.
Í gegnum tíðina hafa Ólafur Ragnar og Steingrímur haft þennan titill skattakóngar en Bjarni hefur nú bæst í hópinn og gerir enn betur með þvílíkum halla í fjárlögum annað árið í röð.
Vinstri mönnum er ekki bjargandi.
Högg á fjölskyldufólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.