Lúmskilegi áróðurinn um offjölgun mannkyns

Við erum reglulega frædd um það í meginstraumsfjölmiðlum hversu hratt mannkyni fjölgar. Síðustu tölur segja að mannkyn sé komið yfir 8 miljarða. Stöldrum aðeins við og spekúlerum er allt sem sýnist í þessu?

Fyrir það fyrsta þá sýna vefsíður beina talningu sem er stöðug og miðar út frá náttúrulegri fæðingartíðni (total fertility rate) sem miðaðist við 2.5 í heiminum 2020. Þegar betur er rýnt í tölur þá sést að þessi fæðingartíðni hefur verið að lækka í heiminum og ekki bara á vesturlöndum. Til að lönd standi undir sér er miðað við 2.1 sé tíðnin sem til þarf en aðeins eitt land í evrópu nær þessu, Mónakó. Öll önnur eru lægri og meira segja fjölmenn ríki eins og Filipseyjar eru ekki með nema 1.9. Miðað við þessar upplýsingar, og jafnvel þó reiknivélin sé uppfærð árlega, þá eru miklar líkur að mannfjöldinn sé ofreiknaður.

Síðasta sem ég heyrði almennt um mannfjöldaspár þá var gert ráð fyrir fækkun mannkyns frá 2050 en miðað við hversu hratt náttúrulega fæðingartíðnin fellur í heiminum má alveg eins gera ráð fyrir að þetta gerist fyrr. Vesturlönd eru þegar á niðurleið og þrátt fyrir fjölda innflytjenda (svokallaðir flóttamenn) þá hækkar ekki náttúrulega fæðingartíðni.

Allt tal um að fækka þurfi mannkyni eru því algerlega út í hött. Það er engin þörf á að fækka mannkyni því það mun eiga sér stað á náttúrulegan hátt. Væri ekki nær að beina sjónum að því að gera líf þeirra sem nú þegar lifa og þeirra næstu kynslóðar líf betra. Beina sjónum að því hvernig megi nýta starfskrafta fólks lengur þannig að fleiri njóti betra lífs seinni hluta ævinnar.

Áherslur WEF, um fækkun mannkyns, byggja í raun á röngum forsendum. Það er of stutt í að mannkyni fækkar á náttúrulegan hátt til að gera þurfi einhverjar ráðstafanir sem fækka fólki. Samtök eins og WEF dreymir einungis um að stjórna heiminum. Nái þeir því mun það standa mjög stutt yfir og verða alger kollsteypa. Mannkynssagan er síendurtekin saga af fólki sem vildi stjórna heiminum, náði takmörkuðum árangri svæðislega og um tíma, en féll allt um sjálft sig.

Mannkynssagan segir okkur - það á enginn einn, samtök eða fáir, að stjórna öllu í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

WEF & félagar eru náttúrlega dauða-költ.

Það er ekkert mál að finna svokallaða mannfjölda-píramída, og skoða á.  Einfalt, bara gúgla.  Birtist strax.

Þar sérðu mjög uggvænlega hluti.  Allstaðar nema á Indlani, minnir mig.

Í Þýzkalandi fer kynslóðin sem býr til alla peningana í helgan stein á næstu 15 árum.  Svo er það búið.

Í Bretlandi eru þeir að flytja inn flóttamenn, sem eru þegar nánar er að gáð lang flestir karlkyns.  Mér er ekki ljóst hvernig þeir ætla að stuðla að einhverri fjölgun.  Þeir sem sjá einhverja von þar þurfa að læra leikskóla-líffræði.

Mannfjölda-pýramídi kínverja er... ja: https://www.populationpyramid.net/china/

Þeir laga þetta mjög trúlega bara með massívu fjöldamorði á næstu 1-2 áratugum.  Taka smá Logan's run á þetta.  Kommúnistar... þeirra eðli.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.1.2023 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband