15.1.2023 | 22:30
Misnotkun á hugtakinu sjálfbærni
Í öllu tali um umhverfisvernd þá er hugtakið sjálfbærni mikið notað sem einhversskonar töfralausn á vandamáli (hvort sem það er rauverulegt eða ekki). Þannig er fengið út að íbúðahverfi eigi að vera sjálfbær, sjálfbært rafmagn o.s.frv.
Slík notkun á hugtakinu er ekkert annað en misnotkun. Uppruni hugtaksins er kominn úr líffræði þar sem fjallað var um afmarkað svæði sem var sjálfu sér nógt. Síðar tóku mannfræðingar þetta hugtak upp þegar þeir voru að lýsa veiðimanna- og safnara samfélögum. Það passaði alveg þar enda lifðu slíkir hópar yfirleitt á takmörkuðum svæðum þar sem nóg var handa mönnum og dýrum.
Að halda því fram að íbúðahverfi eða borg geti verið sjálfbær er misnotkun. Hvort það er viljandi veit ég ekki en sterkur grunum um það. Í fyrsta lagi er íbúðahverfi eða borg aldrei sjálfbær þegar vörur eru fluttar inn á svæðið eða þegar fólk vinnur utan svæðis. Í öðru lagi þá er orka ekki sjálfbær heldur alltaf bundin einhverju öðru t.d. vatsmagni, vindi eða tilbúnum efnum (kjarnorka). Ekki einu sinni sveitabæjir eru sjálfbærir því vélar og fleira er aðflutt.
Pólitík misnotar oft hugtök, sér í lagi þegar ætlunin er að hafa áhrif á hegðun fólks. Það verður enn verra þegar stofnanir taka þátt. Þetta versnar svo enn meira þegar fjölmiðlar fara að fjalla um efnið. Sífellt þynnist efniviðurinn þangað til fólk fer að trúa á viteysuna (eins og hugmyndin um sjálfbær íbúðahverfi). Sé horft til loftlagsumræðunnar þá er það í hræðilegum farvegi þar sem umræður eru af afar skornum skammti. Í frostdögum undanfarið kemur upp mengunarumræðan en skilaboðin enda alltaf á að taka rangan pól í hæðina (nagladekk eða eldsneytisbílar) án þess að taka umræðu um hvernig megi vinna úr ástandinu, til skemmri eða lengri tíma.
Ég tek lítið mark á fjölmiðlum. Vil frekar fá betri upplýsingar og fleiri sjónarhorn. Því miður er það yfirleitt, í dag, af mjög skornum skammti nema maður gefi sér góðan tíma.
Sem sagt það er hægt að tala um sjálfbærni í dýraríkinu á afmörkuðu svæði en ekki um fólk sem lifir í svæðum þar sem aðfluttar eru vörur eða sendar í burtu.
Athugasemdir
Þetta er það sem enskinn kallar "meaningless buzzword."
Ekki nema þeir hyggist einhvernvegin útbúa þessa byggð þannig að þeir geti múrað hana af, ef Ghengis Kahn skyldi nú mæta og gera umsátur. Við slíkar aðstæður er sjálfbærni nauðsyn.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2023 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.